Rík­ið fær yf­ir sex millj­arða við sölu Kaupþings

Af­komu­skipta­samn­ing­ur stjórn­valda og Kaupþings vegna Ari­on banka hef­ur virkj­ast í fyrsta sinn. Fjár­mun­ir vegna sölu Kaupþings fyrr í þess­um mán­uði á 15 pró­senta hlut fyr­ir sam­tals 20,5 millj­arða renna að stór­um hluta til rík­is­ins.

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - hor­d­[email protected]­bla­did.is

Af­komu­skipta­samn­ing­ur stjórn­valda og Kaupþings vegna Ari­on banka hef­ur virkj­ast í fyrsta sinn. Ný­af­stað­in sala Kaupþings á 15 pró­senta hlut í bank­an­um fyr­ir sam­tals 20,5 millj­arða fer að stór­um hluta til rík­is­sjóðs.

Ís­lenska rík­ið mun fá rúm­lega sex millj­arða króna í sinn hlut vegna sölu eign­ar­halds­fé­lags Kaupþings á lið­lega fimmtán pró­senta hlut í Ari­on banka fyrr í þess­um mán­uði fyr­ir sam­tals um 20,5 millj­arða króna. Það kem­ur til vegna af­komu­skipta­samn­ings milli Kaupþings og stjórn­valda, sem var á með­al stöð­ug­leika­skil­yrða sem slita­bú­ið þurfti að und­ir­gang­ast við sam­þykkt nauða­samn­inga í árs­lok 2015, en þetta er í fyrsta sinn sem rík­ið fær greitt á grund­velli samn­ings­ins.

Sam­tals hef­ur rík­is­sjóð­ur þá feng­ið um 90 millj­arða króna í tengsl­um við sölu­ferli Kaupþings á eign­ar­hlut­um sín­um í Ari­on banka, sem hófst í mars 2017, en auk þess hef­ur fé­lag­ið greitt um 8,3 millj­arða króna í vexti vegna 84 millj­arða króna veð­skulda­bréfs sem það gaf út til rík­is­ins í árs­byrj­un 2016. Skulda­bréf­ið, sem var með veði í hluta­bréf­um í Ari­on banka og var hluti af stöð­ug­leikafram­lagi Kaupþings, var greitt upp að fullu í fyrra.

Sam­kvæmt af komu­skipta­samn­ingn­um fær ís­lenska rík­ið þriðj­ung af öllu sölu­and­virði Kaupþings á eign­ar­hlut­um fé­lags­ins í Ari­on banka milli 100 og 140 millj­arða króna en helm­ing­inn á milli 140 og 160 millj­arða króna. Þá fær rík­is­sjóð­ur þrjá fjórðu í sinn hlut af sölu­and­virði um­fram 160 millj­arða króna. Áð­ur en Kaupþing minnk­aði hlut sinn í Ari­on banka í byrj­un þessa mán­að­ar hafði eign­ar­halds­fé­lag­ið selt í bank­an­um, ásamt öðr­um ráð­stöf­un­um í tengsl­um við sölu­ferl­ið eins og með­al ann­ars sér­stak­ar arð­greiðsl­ur, fyr­ir sam­tals nærri 99 millj­arða króna.

Kaupþing seldi sem fyrr seg­ir fyr­ir skemmstu fimmtán pró­senta hlut í Ari­on banka fyr­ir 20,5 millj­arða. Ann­ars veg­ar keyptu inn­lend­ir og er­lend­ir fjár­fest­ar, með­al ann­ars fjár­fest­inga­fé­lag­ið Stoð­ir, sem er í dag stærsti ís­lenski fjár­fest­ir­inn í hluta­hafa­hópn­um, tíu pró­senta hlut fyr­ir sam­tals 14 millj­arða og þá var fimm pró­senta hlut­ur seld­ur til banda­ríska vog­un­ar­sjóðs­ins Taconic Capital fyr­ir 6,5 millj­arða. Eign­ar­hlut­ur Kaupþings í Ari­on banka

nem­ur í dag 20 pró­sent­um en var þeg­ar mest lét 87 pró­sent. Mið­að við nú­ver­andi hluta­bréfa­verð, sem var 76,9 krón­ur á hlut við lok­un mark­aða í gær, er hlut­ur Kaupþings met­inn á um 28 millj­arða.

Ljóst er að ís­lensk stjórn­völd hafa ríka hags­muni af því, vegna af­komu­skipta­samn­ings­ins, að Kaupþing fái sem hæst verð fyr­ir þann eign­ar­hlut í bank­an­um sem er enn í eigu fé­lags­ins. Það mun skila sér í hærra stöð­ug­leikafram­lagi Kaupþings til rík­is­sjóðs, sem gæti hæg­lega num­ið mörg­um millj­örð­um króna. Ólík­legt er tal­ið, að sögn þeirra sem þekkja vel til, að Kaupþing muni minnka mik­ið við hlut sinn í bank­an­um á næstu miss­er­um.

Sam­kvæmt stöð­ug­leika­skil­yrð­um Kaupþings hafa ís­lensk stjórn­völd sem kunn­ugt er for­kaups­rétt á öll­um hluta­bréf­um Kaupþings í Ari­on banka ef til stend­ur að selja þau á geng­inu 0,8 eða lægra mið­að við eig­ið fé bank­ans. Rík­ið átti því þess kost að ganga inn í ný­af­stað­in kaup fjár­festa á 15 pró­senta hlut í Ari­on banka, sem voru gerð á gengi sem var vel und­ir 0,7 mið­að við eig­ið fé, en kaus hins veg­ar að nýta sér ekki for­kaups­rétt sinn.

Ari­on banki var skráð­ur á mark­að á Íslandi og í Sví­þjóð í júní í fyrra þeg­ar Kaupþing seldi sam­tals um 29 pró­senta hlut í bank­an­um í al­mennu hluta­fjárút­boði. Fyr­ir ut­an Kaupþing eru stærstu hlut­haf­ar bank­ans ýms­ir er­lend­ir sjóð­ir, með­al ann­ars vog­un­ar­sjóð­irn­ir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital.

FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Hluta­bréfa­verð Ari­on banka hef­ur hækk­að um 9 pró­sent frá ára­mót­um. Mark­aðsvirði bank­ans er nú um 140 millj­arð­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.