✿ Sam­an­burð­ur

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Hefð­bund­inn við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ur

Samn­ing­ar ótíma­bundn­ir og upp­segj­an­leg­ir að kröfu rétt­hafa. Eng­in bind­ing.

Hægt er að taka inn­eign út í heild við 60 ára ald­ur án skerð­inga.

Flytja má inn­eign á milli vörslu­að­ila með litl­um eða eng­um til­kostn­aði. Sp­arn­að­ur­inn, þar með tal­in ávöxt­un, erf­ist að fullu við frá­fall rétt­hafa.

Inn­eign skerð­ist ekki þótt greiðsl­ur falli nið­ur í lengri eða skemmri tíma.

Eng­in upp­hafs­þókn­un. Nýta má sparn­að­inn skatt­frjálst við kaup á fyrstu íbúð í 10 ár. Starf­semi inn­lendra líf­eyr­is­sjóða og banka lýt­ur eft­ir­liti FME. Líf­eyr­is­trygg­ing­ar

Samn­ing­ur­inn er trygg­ing­ar­samn­ing­ur og fel­ur í sér lang­tíma­skuld­bind­ingu til ára­tuga. Ekki hægt að taka út inn­eign við 60 ára ald­ur í heild án skerð­inga. Rétt­hafi tek­ur á sig mik­il af­föll við flutn­ing til annarra vörslu­að­ila.

Mik­il skerð­ing á inn­eign við frá­fall rétt­hafa.

Rétt­indi tap­ast ef greiðsl­ur falla nið­ur í lengri tíma, t.d. vegna at­vinnu­leys­is eða náms.

Á fyrstu 5 ár­um samn­ings­tím­ans fara um 25% af ið­gjaldi rétt­hafa í þókn­un.

Ekki er hægt að nýta sparn­að­inn skatt­frjálst við kaup á fyrstu íbúð.

Starf­semi sölu­um­boða fell­ur ekki und­ir eft­ir­lit af hálfu FME.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.