Fullt til­efni til að end­ur­skoða regl­ur

Fréttablaðið - - FRÉTTIR ∙ FRÉTTABLAÐIÐ - sar

GÆLUDÝR „ Það er al­veg ljóst að nið­ur­stað­an ger­ir það að verk­um að það er fyllsta til­efni til að end­ur­skoða regl­urn­ar. Það virð­ast eng­in vís­inda­leg rök liggja að baki fjög­urra vikna ein­angr­un,“seg­ir Her­dís Hall­m­ars­dótt­ir, formað­ur Hunda­rækt­ar­fé­lags Ís­lands (HRFÍ), um nýja skýrslu um áhættumat vegna inn­flutn­ings á hund­um og kött­um til lands­ins.

Nið­ur­stöð­urn­ar voru gerð­ar op­in­ber­ar í byrj­un vik­unn­ar en það var Pre­ben Wil­le­berg, fyrr­ver­andi yf­ir­dýra­lækn­ir Dan­merk­ur, sem vann áhættumat­ið. Þar seg­ir með­al ann­ars að skyn­sam­legt væri að end­ur­skoða regl­ur á Íslandi með hlið­sjón af regl­um í Ástr­al­íu og Nýja-Sjálandi.

Það séu ein­angr­uð lönd líkt og Ís­land þar sem gildi strang­ar regl­ur um inn­flutn­ing gælu­dýra. Þar er gerð krafa um tíu daga ein­angr­un en hér­lend­is er tím­inn fjór­ar vik­ur.

Her­dís bend­ir á að í Ástr­al­íu og Nýja-Sjálandi sé gerð­ur grein­ar­mun­ur á því hvað­an dýr­in séu að koma. Þannig væri hægt að hafa regl­urn­ar hér slak­ari við inn­flutn­ing frá svæð­um eins og Norð­urEvr­ópu þar sem ekki sé tal­in mik­il hætta á smiti.

„Það var líka boð­að að nú yrðu hags­muna­að­il­ar kall­að­ir að borð­inu og við ætl­umst til þess að sú yf­ir­lýs­ing standi og þetta lof­orð sé efnt.“

HRFÍ sendi at­vinnu­vega­ráðu­neyt­inu bréf í gær þar sem ósk um sam­ráð er ít­rek­uð.

Þar er einnig tek­ið und­ir það sjón­ar­mið sem fram kem­ur í skýrslu Wil­le­berg, að víð­tækt sam­ráð við hags­muna­að­ila í tengsl­um við regl­ur sem miða að því að tak­marka áhættu við inn­flutn­ing á dýr­um muni leiða til betra og skil­virk­ara reglu­verks. –

FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM

HRFÍ vill breyt­ing­ar á regl­um um ein­angr­un gælu­dýra.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.