Miklu bjarg­að

Fréttablaðið - - FRÉTTIR ∙ FRÉTTABLAÐIÐ -

Þak kirkj­unn­ar gjör­eyði­lagð­ist í brun­an­um og hæsti kirkjut­urn­inn sömu­leið­is. Það gerðu einnig fjöl­marg­ar steind­ar rúð­ur en vegna þrek­virk­is slökkvi­liðs tókst að bjarga fjöl­mörgu.

Alt­ari kirkj­unn­ar og alt­ar­i­s­kross­inn skemmd­ust ekki né held­ur kirkju­bekk­irn­ir. Hin­ir víð­frægu bjöllut­urn­ar standa enn og það gera stein­vegg­irn­ir líka þótt þeir séu óstöð­ug­ir sam­kvæmt Fr­anck Riester menn­ing­ar­mála­ráð­herra.

Sextán kop­ar­stytt­ur höfðu ver­ið send­ar til við­gerð­ar og voru því óhult­ar. Þá tókst slökkvi­liði að bjarga fjölda merki­legra lista­verka og minja úr kirkj­unni. Til að mynda þyrnikór­ónu sem Loð­vík ní­undi Frakk­landskon­ung­ur keypti á þrett­ándu öld og er sögð hafa prýtt koll Krists.

Fjall­að var um bjarg­vætt krún­unn­ar í er­lend­um miðl­um í gær. Sá heit­ir Je­an-Marc Fournier og er prest­ur slökkvi­liðs­ins. Sam­kvæmt hverf­is­stjóra fimmtánda

hverf­is hljóp Fournier inn í kirkj­una til að bjarga minj­um. Prest­ur­inn hafði áð­ur hugg­að særða eft­ir hryðju­verka­árás­ina á Batacl­an­tón­leika­hús­ið í Pa­rís ár­ið 2015 og sinnt her­þjón­ustu í Afgan­ist­an.

Að minnsta kosti einn af rós­ar­glugg­un­um þrem­ur sem prýddu kirkj­una bjarg­að­ist og það gerði fjöldi ufsa­grýla sömu­leið­is. Kirkju­org­el­ið er sagt hafa bjarg­ast auk­in­held­ur. Þau lista­verk sem bjarg­að var voru flutt á Louvre-safn­ið.

NORDICPHOTOS/AFP

Þyrnikór­ón­unni var bjarg­að.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.