Gjör­gæsl­an gæti tek­ið mun fleiri

Fréttablaðið - - FORSÍÐA -

Skort­ur á starfs­fólki er ástæða fyr­ir pláss­leysi gjör­gæslu­deild­ar Land­spít­al­ans, seg­ir deild­ar­stjóri gjör­gæslu við Hr­ing­braut. Fresta þurfti tíu að­gerð­um á spít­al­an­um fyrstu þrjá mán­uði árs­ins vegna pláss­leys­is­ins.

Greint var frá því í gær að á mánu­dag­inn hefði að­gerð á sjö mán­aða stúlku ver­ið frest­að og var for­eldr­um stúlk­unn­ar tjáð að ástæð­an væri pláss­leysi á gjör­gæslu­deild. Að­gerð­inni var frest­að til loka mán­að­ar­ins og hvatti starfs­fólk for­eldr­ana til að skrifa heil­brigð­is­ráð­herra bréf vegna máls­ins.

Fað­ir stúlk­unn­ar, Ás­geir Yngvi Ás­geirs­son, sagði við Frétta­blað­ið að ekki væri við starfs­fólk Land­spít­al­ans að sak­ast: „En að þurfa að fresta þessu [að­gerð­inni] aft­ur vegna pláss­leys­is á spít­al­an­um, þetta er orð­ið mjög erfitt.“

„ Mál­ið snýst ekki um pláss í sjálfu sér, það eru rúm til stað­ar, þetta snýst um mönn­un. Ég myndi telja að við gæt­um auð­veld­lega tek­ið níu sjúk­linga til við­bót­ar á gjör­gæsl­una en við er­um bara með op­ið fyr­ir sjö vegna mönn­un­ar,“seg­ir Árni Már Har­alds­son, deild­ar­stjóri gjör­gæslu við Hr­ing­braut.

Er þá að­al­lega um að ræða skort á hjúkr­un­ar­fræð­ing­um. „Það er fyrst og fremst ástæð­an fyr­ir því að það er ekki hægt að gera fleiri að­gerð­ir.“

Skort­ur á hjúkr­un­ar­fræð­ing­um hef­ur víð­tæk áhrif á starf­semi Land­spít­ala. Þó svo að fresta hafi þurft að­gerð­um vegna skorts á hjúkr­un­ar­fræð­ing­um á gjör­gæslu, þá er birt­ing­ar­mynd þessa vanda al­var­leg­ust á bráða­mót­töku.

„Við­un­andi mönn­un hjúkr­un­ar­fræð­inga er grund­vallar­for­senda þess að Land­spít­ali geti sinnt lög­bundnu hlut­verki sínu,“ít­rek­aði hjúkr­un­ar­ráð Land­spít­ala á dög­un­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.