Sam­keppni um nýja kirkju­spíru

Fréttablaðið - - NEWS - – þea

Arki­tekt­um heims­ins var í gær boð­ið að taka þátt í sam­keppni um hönn­un nýrr­ar kirkju­spíru fyr­ir Notre Dame kirkj­una í Pa­rís eft­ir að sú gamla gjör­eyði­lagð­ist í bruna vik­unn­ar. Édou­ard Phil­ippe for­sæt­is­ráð­herra greindi frá þessu á blaða­manna­fundi í gær.

„Frakk­ar leita nú að nýrri kirkju­spíru sem end­ur­spegl­ar tækni og áskor­an­ir okk­ar tíma,“hafði Fr­ance 24 eft­ir Phil­ippe en Emm­anu­el Macron for­seti hét því að kirkj­an yrði end­ur­reist inn­an fimm ára og yrði þá enn feg­urri en hún var.

End­ur­reisn­ar­verk­efn­ið verð­ur langt og flók­ið. Svo virð­ist hins veg­ar ekki sem fjár­magn verði af skorn­um skammti. Fr­ansk­ir auðjöfr­ar og fyr­ir­tæki hafa keppst við að heita fé til verk­efn­is­ins og hef­ur um einn millj­arð­ur evra safn­ast.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.