Mál­um um of­beldi gegn lög­reglu fjölg­ar milli mán­aða

Fréttablaðið - - NEWS -

Skráð mál um of­beldi gagn­vart lög­reglu­mönn­um hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa ver­ið 25 pró­sent­um fleiri það sem af er ári, mið­að við sama tíma­bil síð­ustu þriggja ára. Ellefu slík mál voru skráð hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í mars og hafa ekki ver­ið fleiri síð­an í nóv­em­ber 2016. Þetta kem­ur fram í af­brota­töl­fræði lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyr­ir fe­brú­ar­mán­uð.

Öðr­um of­beld­is­brot­um fækk­aði hins veg­ar í fe­brú­ar mið­að við síð­ustu mán­uði á und­an og hafa skráð of­beld­is­brot ekki ver­ið færri síð­an í fe­brú­ar 2017.

Fíkni­efna­brot­um, fíkni­efna­akstri og ölv­unar­akst­urs­brot­um fjölg­aði líka mik­ið í síð­asta mán­uði. Marsmán­uð­ur var met­mán­uð­ur í skráð­um fíkni­efna­akst­urs­mál­um þeg­ar skráð voru 186 slík mál. Fleiri mál hafa ekki ver­ið skráð í ein­um mán­uði frá því lög­um og verklagi lög­reglu vegna akst­urs und­ir áhrif­um áv­ana- og fíkni­efna var breytt ár­ið 2006, en í þar­síð­asta mán­uði voru mál­in litlu færri eða 184. Í sam­an­tekt lög­reglu um töl­fræð­ina kem­ur einnig fram að skráð mál ölv­un­ar­og fíkni­efna­akst­urs á fyrstu þrem­ur mán­uð­um árs­ins eru tæp­lega fimm­tíu pró­sent fleiri en á sama tíma­bili síð­ustu þrjú ár.

Til­kynn­ing­um um þjófn­aði fjölg­aði einnig milli mán­aða og hlut­falls­lega er fjölg­un­in mest vegna farsíma og reið­hjóla. Til­kynn­ing­um um inn­brot fækk­aði hins veg­ar í sam­an­burði við töl­ur síð­ustu sex og tólf mán­aða.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANDRI MARINÓ

Fíkni­efna­brot­um fjölg­aði mik­ið í mars­mán­uði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.