Af­skipt­ur hóp­ur í kerf­inu sem býr við mjög skert lífs­gæði

Löng bið er eft­ir sér­hæfðri þjón­ustu við vefjagigt sem tal­ið er að um tólf þús­und Ís­lend­ing­ar þjá­ist af. Fram­kvæmda­stjóri Þraut­ar, mið­stöðv­ar vefjagigt­ar og tengdra sjúk­dóma, seg­ir þenn­an hóp af­skipt­an í heil­brigðis­kerf­inu. Auka þurfi fjár­magn­ið og hefja

Fréttablaðið - - NEWS -

„Vefjagigt er í dag á svip­uð­um stað og geð­sjúk­dóm­ar voru kannski fyr­ir tutt­ugu ár­um. Þetta er svo­lít­ið af­skipt­ur hóp­ur en hann býr við svaka­lega skert lífs­gæði,“seg­ir Sigrún Bald­urs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Þraut­ar, mið­stöðv­ar vefjagigt­ar og tengdra sjúk­dóma.

Tal­ið er að um tólf þús­und Ís­lend­ing­ar þjá­ist af vefjagigt en þar af eru rúm­lega tvö þús­und metn­ir með fulla ör­orku. Lang­stærst­ur hluti þeirra er kon­ur en meira en fimmt­ung­ur kvenna sem er á ör­orku þjá­ist af vefjagigt.

Þraut, sem er fyrsta sér­hæfða úr­ræð­ið fyr­ir fólk með vefjagigt, tek­ur á móti um 250 manns á ári. Hins veg­ar ber­ast um 370 beiðn­ir á ári og er bið­list­inn alltaf að lengj­ast.

„Það get­ur ver­ið tveggja til þriggja ára bið hjá okk­ur. Við reyn­um að setja yngstu skjól­stæð­ing­ana í for­gang. Þar er­um við með fólk í kring­um tví­tugt og ef ekk­ert er gert þá dett­ur það út af vinnu­mark­aði með­an það er enn ungt. Þeg­ar ein­hver er kom­inn á ör­orku þá er mjög erfitt að koma hon­um aft­ur inn á vinnu­mark­að­inn,“seg­ir Sigrún.

Vefjagigt er greind í þrjú stig, væga, með­al­slæma og ill­víga. Af þeim sjúk­ling­um sem leita til Þraut­ar eru að­eins fjög­ur pró­sent með væga vefjagigt og seg­ir Sigrún að þeir komi all­ir af sjálfs­dáð­um en séu ekki send­ir af lækni. Um tveir þriðju sjúk­linga grein­ast með ill­víga vefjagigt.

„Það er ekki ver­ið að vinna neitt fyr­ir­byggj­andi. Það eru eng­ar skimun­ar­að­gerð­ir við að reyna að finna þetta fólk áð­ur en það veikist. Fjár­magn­ið sem er sett í þetta er mjög

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.