Stytti sér ald­ur fyr­ir hand­töku

Fréttablaðið - - NEWS -

Al­an García, fyrr­ver­andi for­seti Perú, stytti sér ald­ur í gær í þann mund sem lög­regla mætti á heim­ili hans til að hand­taka hann vegna spill­ing­arásak­ana. Sam­kvæmt perúsku frétta­stof­unni RPP skaut García sig í höf­uð­ið. Hann var flutt­ur á sjúkra­hús í höf­uð­borg­inni Líma þar sem hann lést.

Martín Vizcarra, for­seti Perú, sagði á Twitter að hann væri mið­ur sín vegna and­láts García. „Ég sendi fjöl­skyldu hans sam­úð­arkveðj­ur.“

García var sak­að­ur um að þiggja mút­ur frá bras­il­íska verk­taka­fyr­ir­tæk­inu Odebr­echt en hafði neit­að ásök­un­un­um. Sam­kvæmt því sem Car­los Morán inn­an­rík­is­ráð­herra sagði við blaða­menn bað García lög­reglu­menn­ina um að hann fengi að hringja eitt sím­tal þeg­ar þeir börðu að dyr­um. Því næst gekk hann inn í her­bergi, lok­aði dyr­un­um og stytti sér ald­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.