Góð­ur svefn er lífs­nauð­syn

Fréttablaðið - - NEWS - Teit­ur Guð­munds­son lækn­ir

Það er víst aldrei nógu oft kveð­in sú vísa að svefn­inn er okk­ur öll­um mik­il­væg­ur, bæði and­lega og lík­am­lega. Það er á þess­um tíma sem lík­am­inn end­ur­nær­ist og hleð­ur batte­rí­in svo við get­um tek­ist á við næsta dag full af orku og fagn­að þeim verk­efn­um sem hann fær­ir okk­ur. Þeg­ar við höf­um upp­lif­að það að vera svefn­laus skilj­um við vel hversu stórt hlut­verk í okk­ar dag­lega lífi svefn­inn spil­ar og skyldi mað­ur ekki taka hon­um sem sjálf­sögð­um hlut, sér­stak­lega þeg­ar við eld­umst. Þá er hann af­ar mik­il­væg­ur þeg­ar við er­um und­ir hvers kyns álagi.

Eitt af stærstu heilsu­far­svanda­mál­um sam­tím­ans er svefn­leysi og svefntrufl­an­ir en við þekkj­um ótalmarg­ar birt­ing­ar­mynd­ir þessa. Ef við reyn­um að skil­greina svefnrask­an­ir al­mennt þá má segja að það sé ástand sem hef­ur áhrif á hversu mik­ið og hversu vel ein­stak­ling­ur­inn sef­ur og þar af leið­andi get­ur það haft áhrif á hann til skemmri og lengri tíma. Svefn­munst­ur og svefn­venj­ur eru lík­lega stærsti þátt­ur­inn í vanda þeirra sem glíma við slík­ar rask­an­ir og oftsinn­is gera ein­stak­ling­ar sér ekki grein fyr­ir því og þurfa að­stoð til að breyta venj­um sín­um.

Það er hægt að skipta svefn­vanda­mál­um í til­fallandi, sem standa í viku eða skem­ur, bráð­an svefn­vanda, sem stend­ur í mán­uð eða skem­ur, og svo krón­ísk­ar svefntrufl­an­ir sem standa leng­ur yf­ir. All­ar eiga það sam­merkt að geta haft veru­leg áhrif á and­lega og lík­am­lega líð­an, en or­sak­ir og með­höndl­un geta ver­ið mjög mis­mun­andi. Al­geng­ar or­sak­ir sem tengj­ast vana­hegð­un og er til­tölu­lega auð­velt að breyta til hins betra eru til dæm­is kaffi- eða koff­índrykkja seinnipart dags eða að kvöldi, reyk­ing­ar, áfeng­is­drykkja, sjón­varps­gláp eða tölvu­notk­un fyr­ir svefn, þung­ar og krydd­að­ar mál­tíð­ir að kvöldi, að sofna með ljós­in kveikt, lít­il eða ónóg lík­am­leg hreyf­ing, of mik­il lík­ams­þjálf­un sér­stak­lega stuttu fyr­ir svefn, óreglu­leg­ur hátta­tími og vakta­vinna. Þetta er með­al þess sem get­ur haft veru­lega slæm áhrif á svefn­inn okk­ar.

Und­ir­liggj­andi sjúk­dóm­ar eða vanda­mál eru til dæm­is kæfis­vefn, sem er oft van­greind­ur, verkja­heil­kenni ým­iss kon­ar, fóta­ó­eirð, geð- og kvíða­sjúk­dóm­ar, horm­óna­ó­jafn­vægi kvenna við tíða­hvörf eða á með­göngu, skjald­kirt­ilstrufl­an­ir, brjóst­sviði, fíkni­heil­kenni, streita og álag tengt vinnu eða sam­skipt­um geta einnig haft veru­leg áhrif á svefn og svona mætti ef­laust lengi telja.

Þeir sem eru vansvefta eru í auk­inni hættu á að glíma við trufl­un á ein­beit­ingu og þannig standa sig verr í vinnu og þeir geta ver­ið bein­lín­is hættu­leg­ir við stjórn­un öku­tækja. Þeir eru lík­legri til að eiga í sam­skipta­erf­ið­leik­um, vera upp­stökk­ir og með lynd­isrask­an­ir. En fyr­ir ut­an þessa upp­taln­ingu eru svefntrufl­an­ir áhættu­þátt­ur fyr­ir þró­un al­var­legra sjúk­dóma eins og til dæm­is syk­ur­sýki, hjarta- og æða­sjúk­dóma og heila­bil­un­ar.

Grein­ing á svefn­vanda fer fyrst og fremst fram með svefndag­bók til að átta sig á hegð­un­ar- og neyslu­mynstri ein­stak­lings­ins. En einnig und­ir­liggj­andi sjúk­dóm­um og lyfja­notk­un og svo með flókn­ari að­ferð­um eins og svefn­riti sem get­ur greint á milli mis­mun­andi or­saka eins og til dæm­is kæfis­vefns. Með­ferð við slík­um trufl­un­um bygg­ir vita­skuld á eðli þeirra trufl­ana sem við er að eiga hverju sinni en góð­ur ár­ang­ur næst með því að breyta út af slæm­um venj­um, borða létt­ari fæðu á kvöld­in og taka til sín flókn­ari kol­vetni og prótein svo dæmi séu tek­in. Gott er að stunda slök­un og sam­tals­með­ferð, jafn­vel kyn­líf, sem hef­ur slak­andi og svefn­bæt­andi áhrif. Þá beita marg­ir hug­rænni at­ferl­is­með­ferð með góð­um ár­angri og hef­ur kom­ið á dag­inn að slík með­ferð get­ur dug­að jafn­vel bet­ur en lyf­seð­ils­skyld svefn­lyf sem oft­ar en ekki eru of­not­uð og fólk ánetj­ast að óþörfu. Sér­tæk­ar með­ferð­ir eins og við kæfis­vefni eru fjöl­marg­ar en sum­ir þurfa að sofa með vél til að hvílast. Ef þú átt við svefn­vanda að glíma ætt­ir þú að skoða vel venj­ur þín­ar og ræða við lækn­inn þinn til þess að hægt sé að átta sig á því hvaða úr­ræði hent­ar þér og reyndu að forð­ast í lengstu lög að nota svefn­lyf sé það mögu­legt.

Svefn­munst­ur og svefn­venj­ur eru lík­lega stærsti þátt­ur­inn í vanda þeirra sem glíma við slík­ar rask­an­ir og oftsinn­is gera ein­stak­ling­ar sér ekki grein fyr­ir því og þurfa að­stoð til að breyta venj­um sín­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.