Hvað? Hvenær? Hv­ar?

Skír­dag­ur

Fréttablaðið - - VEÐUR, MYNDASÖGUR & ÞRAUTIR - hv­[email protected]­bla­did.is

18. APRÍL 2019 Tón­leik­ar

Hvað? Tvö af drama­tísk­ustu verk­um Moz­arts

Hvenær? 16.00

Hv­ar? Hof, Akur­eyri Sin­fón­íu­hljóm­sveit Norð­ur­lands, Söng­sveit­in Fíl­harm­ón­ía, Kammerkór Norð­ur­lands og ein­söngv­ar­arn­ir Ág­úst Ólafs­son, Helena Guð­laug Bjarna­dótt­ir, Hanna Dóra St­urlu­dótt­ir og Garð­ar Thór Cortes flytja Sálu­messu Moz­arts. D-moll pí­anókonsert­inn eft­ir Moz­art er einnig á efn­is­skránni. Ein­leik­ari er Al­ex­and­er Edel­stein. Finnski hljóm­sveit­ar­stjór­inn Anna-Maria Hels­ing stjórn­ar. Hvað? Ákall um frið – tón­leik­ar til stuðn­ings við fólk á flótta Hvenær? 17.00

Hv­ar? Breið­holts­kirkja

Kór Breið­holts­kirkju syng­ur und­ir stjórn Arn­ar Magnús­son­ar. Við org­el og klukku­spil er Guðný Ein­ars­dótt­ir. Les­ar­ar og ein­söngv­ar­ar eru úr hópi kór­fé­laga. Flutt verða tvö tón­verk eft­ir kór­fé­laga, Sun­nefa-migrant eft­ir Birgit Djupe­dal og Þula frá Týli eft­ir Ingi­björgu Ýri Skarp­héð­ins­dótt­ur. Aðgang­ur er ókeyp­is.

Hvað? Mús­ík í Mý­vatns­sveit Hvenær? 20.00

Hv­ar? Skjól­brekka

Á dag­skrá er pí­anókvin­t­ett eft­ir Dvorák og einnig söng­lög, óperuarí­ur og dú­ett­ar, með­al ann­ars eft­ir Bra­hms, Schum­an, Moz­art og Sig­valda Kaldalóns. Flytj­end­ur eru söng­kon­urn­ar Hrafn­hild­ur Árna­dótt­ir og Hildigunn­ur Ein­ars­dótt­ir ásamt fiðlu­leik­ur­un­um Lauf­eyju Sig­urð­ar­dótt­ur og Sig­ur­laugu Eð­valds­dótt­ur, Vivi Eric­son víólu­leik­ara, Júlíu Mo­gensen selló­leik­ara og Peter Maté sem spil­ar á pí­anó og org­el. Að­göngu­miða­sala við inn­gang­inn.

Hvað? Loka­kvöld Blús­há­tíð­ar Hvenær? 20.00

Hv­ar? Hilt­on Reykja­vík Nordica Blússveit­in Vin­ir Dóra held­ur upp á 30 ára starfsaf­mæli og býð­ur til sín gest­um. Með­al þeirra eru Andrea Gylfa­dótt­ir, Davíð Þór Jóns­son, Þor­leif­ur Gauk­ur Davíðs­son, Ru­bin Pollock og Pét­ur Tyrf­ings­son. En Uncle John Jr. hef­ur leik og fyr­ir hlé leika líka GGblús, þeir Guð­mund­ur Jóns­son og Guð­mund­ur Gunn­laugs­son.

Hvað? Djass stand­ar­d­ar Hvenær? 21.00

Hv­ar? Ed­in­borg Ísa­firði

Ljúf og góð stemn­ing í Ed­in­borg­ar­sal þeg­ar Bald­ur Geir­munds, Villi Valli, Magnús Reyn­ir, Sammi Ein­ars og Rún­ar Vil­bergs halda uppi ljúfri og góðri stemn­ingu. Hús­ið opn­að klukk­an 20.30. Miða­verð er 2.000 krón­ur.

Lista­sýn­ing

Hvað? Lit­hvörf – mynd­list­ar­sýn­ing Hvenær? 14.00

Hv­ar? Grafíksal­ur­inn, Hafn­ar­húsi Ása Ólafs­dótt­ir mynd­list­ar­kona opn­ar sýn­ingu á akrýl­verk­um. Geng­ið er inn hafn­ar­meg­in. Sýn­ing­in verð­ur eft­ir­leið­is op­in milli klukk­an 14 og 17 fimmtu­daga, föstu­daga, laug­ar­daga og sunnu­daga, en lok­að verð­ur á páska­dag.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.