Gráttu mig ei, Ar­g­entína

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Þor­vald­ur Gylfa­son

Bu­enos Aires – Sem ég gekk inn í tangó­klúbb­inn hér í Bu­enos Aires fyr­ir all­mörg­um ár­um, þá blasti þar við mér í mót­tök­unni risa­vax­ið gljá­andi ol­íu­mál­verk með þver­hand­ar­þykk­um gullramma. Á mynd­inni voru tveir gleið­bros­andi mið­aldra menn. Ann­an þekkti ég strax, Car­los Menem for­seta Ar­g­entínu 1989-1999. Hann var auð­þekkt­ur af helztu höf­uð­prýði sinni, mikl­um bört­um sem minntu einna helzt á mynd­ir af séra Matth­íasi Jochumssyni. Hinn reynd­ist vera eig­and­inn sem stóð sjálf­ur í miða­söl­unni og seldi mér að­göngu­miða á 50 pesóa. Ég átti ekk­ert smærra en 100 pesóa sem jafn­giltu þá 100 Banda­ríkja­döl­um. Hann gaf mér 50 til baka. Tangó­sýn­ing­in var svell­andi fín.

Sækj­ast sér um lík­ir

Morg­un­inn eft­ir fór ég út að kaupa mér dag­blað og bað mann­inn í blað­sölut­urn­in­um af­sök­un­ar á að ég skyldi ekki eiga neitt smærra en þenn­an 50 pesóa seð­il sem ég hafði feng­ið til baka kvöld­ið áð­ur. Hann skil­aði mér seðl­in­um aft­ur og sagði: Þetta eru 50 ástr­al­ar, þess­ir seðl­ar voru tekn­ir úr umferð fyr­ir löngu. Ekki veit ég hvernig fór fyr­ir eig­anda klúbbs­ins sem hafði af­hent mér úr­elt­an seð­il, en Car­los Menem var dæmd­ur í fjög­urra og hálfs árs fang­elsi 2015 fyr­ir fjár­drátt. Efna­hags­ráð­herr­ann og dóms­mála­ráð­herr­ann í stjórn hans fengu þrjú ár hvor fyr­ir að­ild að sama broti. Áð­ur hafði for­set­inn fv. þurft að greiða sekt fyr­ir mútu­þægni. Það var hann sem hafði löngu fyrr náð­að og leyst úr haldi her­for­ingj­ana sem höfðu myrt þús­und­ir óbreyttra borg­ara og ráð­izt á Falk­lands­eyj­ar.

Þannig er Ar­g­entína. Stund­um er stór­löx­un­um sleppt. Stund­um þurfa þeir að sæta ábyrgð.

Perón og Evita

Ar­g­entína var rík­asta land heims ár­in fyr­ir alda­mót­in 1900 og hé­lzt í hópi rík­ustu landa fram til 1930 þeg­ar Krepp­an mikla setti strik í reikn­ing­inn með því að taka fyr­ir kjötút­flutn­ing frá Ar­g­entínu. Her­inn rudd­ist til valda. Eft­ir það tók að halla und­an fæti.

Ju­an Perón var for­seti Ar­g­entínu og ein­ræð­is­herra 19461955. Hann bar káp­una á báð­um öxl­um. Hann var fv. her­for­ingi og her­mála­ráð­herra, greiddi götu þýzkra stríðs­glæpa­manna í Ar­g­entínu eft­ir heims­styrj­öld­ina og tal­aði jafn­framt máli verka­lýðs­ins gegn vold­ug­um bænd­um og land­eig­end­um. Hann hrökkl­að­ist und­an and­stæð­ing­um sín­um í út­legð fyrst til Venesúelu og síð­an til Spán­ar og kom síð­an heim aft­ur til að setj­ast í for­seta­stól­inn 1973-1974, þá und­ir merkj­um lýð­ræð­is. Hon­um var aldrei stung­ið inn.

Perón er þjóð­saga og það er einnig Eva, önn­ur eig­in­kona hans, sem ólst upp í sárri fá­tækt og tal­aði sig inn í hjörtu að­dá­enda sinna. Hún varð heims­fræg af söng­leik Andrews Loyd Webber og Tims Rice, Evita, sem flutt­ur var í ís­lenzkri þýð­ingu Jónas­ar Frið­riks Guðna­son­ar í Ís­lensku óper­unni 1997. Eg­ill Ólafs­son og Andrea Gylfa­dótt­ir fluttu hlut­verk for­seta­hjón­anna.

Ein­ræði, lýð­ræði, spill­ing

Eft­ir valda­tíma Peróns og her­for­ingj­anna héldu ein­ræði og lýð­ræði áfram að dansa tangó í Ar­g­entínu í all­mörg ár enn. Lýð­ræði komst á 1983 og hef­ur sú skip­an stað­ið síð­an þá þótt ekki dygði það til að kveða nið­ur spill­ing­una. Edu­ar­do Du­halde for­seti Ar­g­entínu 2002-2003 sagði í við­tali við Fin­ancial Ti­mes strax eft­ir embættis­töku sína: „ Stjórn­mála­for­usta lands­ins er sjitt (hans orð, ekki mitt; staf­setn­ing­in er skv. Orða­bók Menn­ing­ar­sjóðs), og ég tel sjálf­an mig með.“Al­þingi sýndi af sér hlið­stæða hrein­skilni þeg­ar það álykt­aði ein­um rómi 2010 að „taka verði gagn­rýni á ís­lenska stjórn­mála­menn­ingu al­var­lega“.

Hjón­in Né­stor Kirchner og Crist­ine Kirchner úr flokki Perón­ista voru for­set­ar Ar­g­entínu 2003-2015, hann 2003-2007 og hún 2007-2015. Þau auðg­uð­ust ótæpi­lega þessi ár. Hann dó 2010. Hún fékk síð­an dóm fyr­ir spill­ingu en geng­ur laus þar eð hún nýt­ur frið­helgi sem þing­mað­ur. Frið­helg­in hlíf­ir henni við hand­töku en ekki sak­sókn.

Mauricio Macri var kjör­inn for­seti Ar­g­entínu 2015. Nafn hans fannst í Panama-skjöl­un­um ár­ið eft­ir. Dóm­stóll í Bu­enos Aires hreins­aði hann af grun um fjár­böð­un 2017, en hann er ekki slopp­inn því rann­sókn máls­ins held­ur áfram. Þannig er Ar­g­entína.

Og þannig er Suð­ur-Am­er­íka. Al­berto Fujimori for­seti Perú 1990-2000 sit­ur inni. Lula da Silva for­seti Bras­il­íu 2003-2010 sit­ur einnig inni, en stuðn­ings­menn hans segja hann vera póli­tísk­an fanga. Augu­sto Pin­ochet for­seti Síle 1974-1990 var tjarg­að­ur, fiðr­að­ur og fang­els­að­ur þótt hann slyppi of vel að margra dómi. Brot þess­ara manna eru ým­ist efna­hags­brot eða mann­rétt­inda­brot nema hvort tveggja sé.

Þannig er Ar­g­entína. Stund­um er stór­löx­un­um sleppt. Stund­um þurfa þeir að sæta ábyrgð.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.