Vilja skýrsl­una órit­skoð­aða

Skýrsl­an um rann­sókn Ro­berts Mu­ell­er, sér­staks sak­sókn­ara, á Rús­sa­mál­inu birt á skír­dag. Demó­krat­ar kröfð­ust þess í gær að fá órit­skoð­aða út­gáfu en alls voru um tíu pró­sent skýrsl­unn­ar rit­skoð­uð.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR -

BANDARÍKIN Skýrsla um rann­sókn Ro­berts Mu­ell­er, sér­staks sak­sókn­ara, á meint­um af­skipt­um Rússa af banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um ár­ið 2016, meintu sam­ráði fram­boðs Don­alds Trump við Rússa og öll­um þeim af­brot­um sem gætu upp­götv­ast við rann­sókn­ar­vinn­una var birt á skír­dag.

Skýrsl­an tel­ur 448 blað­síð­ur en þar af hef­ur William Barr dóms­mála­ráð­herra rit­skoð­að nærri þús­und at­riði vegna yf­ir­stand­andi rann­sókna, kvið­dóma, rann­sókn­ar­að­ferða og frið­helgi einka­lífs við­kom­andi. Alls eru um tíu pró­sent skýrsl­unn­ar rit­skoð­uð.

Jerry Na­dler, Demó­krati og formað­ur dóms­mála­nefnd­ar full­trúa­deild­ar banda­ríska þings­ins, greindi frá því að hann hefði gef­ið út stefnu svo þing­ið fái fulla og órit­skoð­aða út­gáfu skýrsl­unn­ar af­henta. Að hans mati kem­ur rit­skoð­un­in í veg fyr­ir að þing­ið fái fulla mynd af rann­sókn­inni.

„ Nefnd­in mín þarf, og á rétt á, að fá fulla út­gáfu skýrsl­unn­ar og þeirra sönn­un­ar­gagna sem liggja henni að baki,“sagði Na­dler. Auk­in­held­ur sagði hann að ekki væri hægt að treysta orð­um Barrs um að skýrsl­an gæfi ekki til­efni til að ákæra Trump fyr­ir að hindra fram­gang rétt­vís­inn­ar né sýndi hún fram á nokk­urt sam­ráð. Demó­krat­ar hafa sömu­leið­is ósk­að eft­ir því að Mu­ell­er komi fyr­ir nefnd­ina og svari spurn­ing­um.

Það er einkum ásök­un­in um að Trump hafi hindr­að fram­gang rétt­vís­inn­ar sem lif­ir enn eft­ir birt­ingu skýrsl­unn­ar. The New York Ti­mes greindi sér­stak­lega frá tíu at­vik­um þar sem Trump gæti hafa gerst sek­ur um þann glæp.

Trump á að hafa af­vega­leitt al­menn­ing um tengsl sín við Rúss­land, beð­ið Ja­mes Comey, þá­ver­andi al­rík­is­lög­reglu­stjóra, um að hætta rann­sókn, reynt að fá Jeff Sessi­ons, þá dóms­mála­ráð­herra, til að víkja ekki frá stjórn rann­sókn­ar­inn­ar, fá hann til að taka aft­ur við téðri stjórn. Þá er nefnd­ur brottrekst­ur Comeys og til­raun­ir Trumps til að láta reka Mu­ell­er.

For­set­inn á að hafa reynt að fá Don McGa­hn, lög­mann for­seta­embætt­is­ins, til að þvinga dóms­mála­ráðu­neyt­ið til þess að gefa Mu­ell­er reisupass­ann. McGa­hn varð hins veg­ar ekki við beiðni for­set­ans. Chris Cilizza, stjórn­mála­skýr­andi hjá CNN, sagði í um­fjöll­un sinni að McGa­hn hefði með þessu svo gott sem bjarg­að Trump.

Mið­að við tíst sem for­set­inn birti í gær er hann af­ar ósátt­ur. „Full­yrð­ing­ar eru birt­ar um mig í þess­ari klikk­uðu Mu­ell­er-skýrslu, sem er skrif­uð af átján reið­um, Trump­hat­andi Demó­kröt­um. Þær eru skáld­að­ar og alls ósann­ar,“skrif­aði Trump með­al ann­ars.

All­nokkr­ir þing­menn Demó­krata hafa sagt rétt að ákæra Trump nú til emb­ætt­ismissis. Nýlið­arn­ir Al­ex­andria Ocasio-Cortez og Il­h­an Om­ar þar á með­al. Nancy Pe­losi, Demó­krati og for­seti full­trúa­deild­ar­inn­ar, hafði hins veg­ar ekki enn vilj­að tjá sig um hvort skýrsl­an gæfi til­efni til slíkr­ar ákæru þeg­ar Fréttablaðið fór í prent­un.

Nefnd­in mín þarf, og á rétt á, að fá fulla út­gáfu skýrsl­unn­ar.

Jerry Na­dler, formað­ur dóms­mála­nefnd­ar full­trúa­deild­ar þings­ins

NORDICPHOTOS/AFP

Trump for­seti er alls ekki sátt­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.