Inn­blás­in mis­tök

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Sif Sig­mars­dótt­ir

Það þyk­ir flott að vera far­sæll. Dag­lega flæða yf­ir okk­ur frétt­ir af fólki sem af undra­verðu fyr­ir­hafn­ar­leysi skrif­ar met­sölu­bæk­ur, klíf­ur Ev­erest­fjall, stofn­ar fyr­ir­tæki og sel­ur þau fyr­ir millj­arða eða hleyp­ur svo hratt að það er verð­laun­að með góð­málmi um háls­inn. Um­fjöll­un um af­rek annarra í fjöl­miðl­um er ef­laust ætl­að að gefa okk­ur hinum byr und­ir báða vængi; hvetja okk­ur til að slökkva á Net­flix, standa upp úr sóf­an­um og verða líka far­sæl. En ger­ir hún það?

„Í hvert skipti sem vin­ur nýt­ur vel­gengni deyr eitt­hvað innra með mér,“er haft eft­ir banda­ríska rit­höf­und­in­um Gore Vi­dal. Á morg­un er al­þjóð­legi ný­sköp­un­ar­dag­ur­inn en þá mun ver­öld­in, að áeggj­an Sa­mein­uðu þjóð­anna, fagna vel­gengni í sinni fjöl­breytt­ustu mynd. Í ljósi þess að við fögn­um vel­gengni alla daga árs­ins má velta fyr­ir sér hvort ekki væri nær að beina sjón­um í þenn­an eina dag að hinni hlið pen­ings­ins.

10.000 mis­tök

„Vel­gengni er að­eins hægt að öðl­ast með því að mistak­ast ít­rek­að,“er haft eft­ir iðnjöfr­in­um Soichiro Honda. „Vel­gengni er það eina pró­sent vinnu manns sem er afrakst­ur 99 pró­sent­anna sem kall­ast mis­tök.“

Vel­gengni hljóm­ar alltaf svo hnökra­laus á síð­um blað­anna. En sam­kvæmt rann­sókn­um er raun­in önn­ur. Flest­ir þurfa að reyna og mistak­ast í tíu þús­und klukku­tíma áð­ur en vel­gengni er náð. Hvort sem um er að ræða við­skipta­jöfra, íþrótta­fólk, lista­menn eða vís­inda­menn tek­ur það við­kom­andi tíu þús­und klukku­stund­ir að kom­ast til met­orða á sínu sviði. Bítl­arn­ir urðu ekki heims­fræg hljóm­sveit fyrr en þeir höfðu spil­að á 1.200 tón­leik­um í tíu þús­und klukku­stund­ir í Ham­borg í Þýskalandi. Moz­art varð ekki al­menni­legt tón­skáld fyrr en hann hafði æft tón­smíð­ar í tíu þús­und klukku­stund­ir. Bill Ga­tes eyddi tíu þús­und klukku­stund­um af unglings­ár­um sín­um í að for­rita á frum­stæða tölvu sem hann fékk að­gang að í gagn­fræða­skól­an­um sín­um.

Fyr­ir þau okk­ar sem, eins og Gore Vi­dal, finna lít­inn inn­blást­ur í af­rek­um annarra er hér listi yf­ir fimm flopp sem kunna að vera lík­legri til að koma okk­ur upp úr sóf­an­um:

1) Átta ár­um áð­ur en Barack Obama varð for­seti tap­aði hann svo stórt í próf­kjöri fyr­ir þing­kosn­ing­ar að hann hætti næst­um í póli­tík.

2) Momofuku Ando hóf starfs­fer­il sinn á mis­heppn­uð­um til­raun­um til að selja vefn­að, vélarparta, hús og sokka. Hann fór fyr­ir spari­sjóði sem fór á haus­inn og lenti í fang­elsi fyr­ir skattsvik. Í heilt ár lok­aði Momofuku sig inni í skúr í garð­in­um sín­um og vann að upp­finn­ingu. Eft­ir marg­ar mis­heppn­að­ar til­raun­ir varð skynd­inúðl­an til. Ár­ið 1958 komu núðlur Momofuku fyrst á mark­að. Ár­ið 2005 voru inn­byrt­ir 86 millj­arð­ar potta af skynd­inúðl­um um heim all­an.

3) Oprah Win­frey var rek­in úr fyrsta starfi sínu sem sjón­varps­þul­ur því hún var „al­gjör­lega óhæf“.

4) J. K. Rowl­ing var ein­stæð móð­ir sem barð­ist í bökk­um og skrif­aði Harry Potter á serví­ett­ur á kaffi­hús­um á með­an barn­ið svaf. Þeg­ar bók­in var loks til­bú­in vildi eng­inn sjá hana. Í heilt ár gekk hand­rit­ið milli bóka­for­laga í Bretlandi sem öll töldu barna­bók um galdrastrák glat­aða hug­mynd. Barry Cunn­ing­ham, rit­stjóri hjá Blooms­bury, sagð­ist loks vera til í að gefa bók­ina út en sagði Rowl­ing að fá sér al­vöru vinnu því Harry Potter væri ekki lík­leg­ur til stór­ræða. All­ir vita hvað gerð­ist næst.

5) Thom­as Ed­i­son þarf vart að kynna. Skap­ari ljósa­per­unn­ar með meiru gerði 10.000 mis­heppn­að­ar til­raun­ir til að búa til sölu­væna ljósa­peru. Þeg­ar blaða­mað­ur spurði hann hvernig hon­um hefði lið­ið eft­ir að hafa mistek­ist svona oft svar­aði Ed­i­son: „Mér mistókst ekki 10.000 sinn­um. Mér mistókst ekki einu sinni. Mér heppn­að­ist að sýna fram á 10.000 leið­ir sem ganga ekki upp. Þeg­ar ég er bú­inn að úti­loka leið­ir sem ekki eru fær­ar finn ég þá sem virk­ar.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.