Klaufa­vill­an fjar­lægð

Fréttablaðið - - FRÉTTABLADID -

Klaufa­villa sem var að finna í frum­varpi Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, um er­lend­ar póst­send­ing­ar varð ekki að lög­um. Fréttablaðið benti á vill­una í mars þeg­ar Jó­hann Óli Eiðs­son skrif­aði um frum­varp­ið. Yrði það að lög­um fyr­ir maí væri gert ráð fyr­ir að Ís­land­s­póst­ur gæti feng­ið inn 400 millj­ón­ir króna strax á ár­inu 2019 frá neyt­end­um.

Gildis­töku­ákvæði lag­anna, þar sem vill­una var að finna, var breytt af þing­inu áð­ur en það sam­þykkti lög­in þann 10. apríl. Und­an­far­in ár hef­ur Ís­land­s­póst­ur tek­ið á sig kostn­að vegna er­lendra send­inga en að mati fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur það nið­ur­greitt send­ing­ar frá út­lönd­um um hátt í þrjá millj­arða und­an­far­in ár. Frum­varp­inu er ætl­að að „taka af öll tví­mæli um að ís­lensk lög gildi fram­ar al­þjóða­samn­ing­um á þessu sviði“.

Lög­in öðl­ast gildi 15. maí og má bú­ast við að send­ing­ar­kostn­að­ur muni hækka tölu­vert. Er­lend­ar póst­send­ing­ar sem stimpl­að­ar eru með dagstimpli er­lend­is fyr­ir mið­nætti að ís­lensk­um tíma þann dag er lög­in taka gildi munu ekki útheimta sér­stakt gjald.

Eft­ir 15. maí munu hins veg­ar all­ar send­ing­ar hækka.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.