Lamba­læri með sell­e­rírót, svart­káli og kræki­berjagljáa

Fréttablaðið - - HELGIN -

1 lamba­læri

1 búnt sell­e­rí

1 stik­ill svart­kál

1 lítri gott lamba­soð

1 lítri kræki­berja­safi frá Ís­lenskri holl­ustu

100 g hesli­hnet­ur án hýð­is 2 búnt stein­selja

1 búnt rós­marín 3 hvít­lauks­geir­ar

50 g epla­e­dik

50 g vatn

50 g syk­ur

Ol­ía

Salt

Sítr­ónusafi

Rós­marín, 1 búnt af sell­e­ríi og hvít­lauk­ur er allt sett í mat­vinnslu­vél með smá olíu þar til að þetta er orð­ið að mauki. Mauk­inu er svo mak­að á lamba­lær­ið og það eld­að í 6 tíma á 68°C, svo grill­að í lok­in.

Sell­e­rí­rót­in er böð­uð upp úr olíu og sölt­uð vel og pökk­uð svo inn í álp­app­ír. Sett inn í ofn í 2 tíma á 200°C. Hesli­hnet­ur eru næst sett­ar í mat­vinnslu­vél og smá ol­ía sett út í og létt mauk­að. Edik, vatn og syk­ur er sett í pott og soð­ið upp úr því, hesli­hnetu­olí­unni er svo bland­að út í. Rest af stein­selju er svo söx­uð fínt nið­ur. Helm­ing­ur af sell­e­rí­rót­inni er svo rif­inn nið­ur í kubba, dress­að­ur með hesli­hnetu­vina­grett­unni og svo er rót­inni velt upp úr stein­selju. Hinn helm­ing­ur­inn af sell­e­rí­rót­inni er sett­ur í bland­ara og mauk­að­ur, smakk­að­ur til með salti og sítr­ónusafa.

Svart­káls­lauf­in eru tek­in af stilkn­um og djúp­steikt við 160°C olíu í potti.

Kræki­berja­saf­inn er soð­inn nið­ur í ¼ og lamba­soð­ið líka og því er svo bland­að sam­an. Smakk­að til með salti, sítr­ónusafa og þykkt með smjöri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.