Vand­aðu val­ið

Þó það sé sann­ar­lega gam­an að end­ur­nýja fata­skáp­inn, þá er enn skemmti­legra þeg­ar gaml­ar og glæsi­leg­ar flík­ur öðl­ast nýtt líf.

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - [email protected]­bla­did.is

Fæst vilj­um við sitja uppi með stút­full­an fata­skáp af flík­um sem við not­um ekki. Flík­ur sem not­að­ar hafa ver­ið einu sinni til tvisvar og það end­ar með því að þeim er ann­að­hvort hent eða þær gefn­ar í fata­söfn­un. Þó að það sé gam­an að fjár­festa í nýj­um fatn­aði, þá er enn­þá skemmti­legra að horfa á klass­ísku flík­urn­ar sem mað­ur eru not­að­ar aft­ur og aft­ur. Oft þyk­ir manni vænna um föt­in sem kost­uðu meira, mað­ur fer bet­ur með þær flík­ur og fær síð­ur leið á þeim. Efn­ið end­ist og snið­ið er mun betra en á ódýr­ari fatn­aði. Það er oft erfitt að stand­ast freist­ing­una þeg­ar kem­ur að ódýr­um tískufatn­aði, en inn á milli er gott að reyna að temja sér það hug­ar­far að kaupa minna og sjaldn­ar, en vanda val­ið. Þess­ar flík­ur verða að vera klass­ísk­ar og mega ekki detta úr tísku eft­ir eina árs­tíð. Glamour hef­ur tek­ið sam­an nokkr­ar klass­ísk­ar flík­ur sem þú get­ur fjár­fest í fyr­ir sumar­ið, og not­ið að ganga í til margra ára.

Ökkla­stíg­vél

Flott ökkla­stíg­vél passa vel við galla­bux­ur, kjóla og pils. Sná­ka­skinns­mynst­ur er klass­ískt og pass­ar vel við alla liti af galla­bux­um. Þetta eru stíg­vél­in sem þú munt nota í mörg ár.

Ryk­frakki

Ryk­frakk­inn er flík sem þú not­ar á hverju vori, sumri og hausti. Hann er full­kom­in „milli­bils­flík“og pass­ar við margt. Ef þú hyggst fjár­festa í nýj­um á næst­unni hafðu hann þá að­eins of stór­an og þannig að þú get­ir bund­ið um mitt­ið. Þú finn­ur hann jafn­vel í herra­deild­inni.

Körfutaska

Ef þú ert að leita þér að sum­ar­legri en klass­ískri tösku, þá kem­ur körfutask­an sterk­lega til greina. Karf­an geng­ur upp við hvað sem er, en þó helst við sum­ar­lega kjóla og gallajakka. Körf­urn­ar eru mjög vin­sæl­ar fyr­ir sumar­ið og þú get­ur fund­ið þína hjá tísku­hús­um eins og Loewe, Gucci og Prada.

Galla­bux­ur

Galla­bux­ur sem eru há­ar í mitt­ið með bein­um skálm­um verða áfram vin­sæl­ar, og þá sér­stak­lega gömlu góðu 501 frá Levi’s. Það þurfa all­ir að eiga eitt par inni í fata­skáp. Bestu bux­urn­ar gætu meira að segja leynst í versl­un­um sem selja not­uð föt, en þú gæt­ir þurft að máta marg­ar til að finna þær réttu.

Jakki

Góð­an dragt­ar­jakka úr al­vöru efni er gott að eiga og verð­ur það lík­lega ein mest not­aða flík­in þín. Jakk­arn­ir sem nú eru til í versl­un­um eru með litl­um axla­púð­um til að móta axl­irn­ar og ná rétt nið­ur fyr­ir mjaðm­ir. Þú munt nota jakk­ann við allt, síða blóma­kjóla, galla­bux­ur og striga­skó.

Stíg­vél með sná­ka­skinns­mynstri get­urðu not­að all­an árs­ins hring og passa þau til dæm­is vel við alla liti af galla­bux­um.

Þú gæt­ir fund­ið þinn full­komna ryk­frakka í herra­deild­inni.

Körfutask­an er klass­ísk. Hér er Ja­ne Birk­in með eina slíka ár­ið 1966.

Kendall Jenner í hinum full­komnu galla­bux­um, bein­ar nið­ur og há­ar í mitt­ið.

Þessi taska er frá Her­eu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.