Strembn­ir en skemmti­leg­ir dag­ar

Fjór­ir mat­reiðslu- og fram­reiðslu­nem­ar keppa í Nor­rænu nem­a­keppn­inni í mat­reiðslu og fram­reiðslu sem fer fram í Stokk­hólmi um næstu helgi. Und­an­farn­ar vik­ur hafa ein­kennst af stíf­um æf­ing­um og mik­il til­hlökk­un rík­ir í her­búð­um kepp­enda.

Fréttablaðið - - FRÉTTABLADID - St­arri Freyr Jóns­son st­[email protected]­bla­did.is

Nor­ræna nem­a­keppn­in í mat­reiðslu og fram­reiðslu fer fram í Hótel- og veit­inga­skól­an­um í Stokk­hólmi dag­ana 26.-27. apríl nk. Þar munu nem­end­ur tak­ast á við fjöl­breytt verk­efni en mat­reiðslu­nem­ar munu mat­reiða fjóra rétti og fram­reiðslu­nem­ar fram­reiða fimm rétti að sögn Kjart­ans Marinós Kjart­ans­son­ar, mat­reiðslu­manns og þjálf­ara mat­reiðslu­nem­anna.

Hann seg­ir und­ir­bún­ing­inn fyr­ir keppn­ina hafa geng­ið vel en nem­arn­ir hafa far­ið í gegn­um stífa þjálf­un á und­an­förn­um vik­um. „Ferlið hófst með nem­a­keppni í janú­ar en þar voru vald­ir tveir kokka­nem­ar og tveir þjóna­nem­ar til þátt­töku í keppn­inni ytra. Næst tók við stíft æf­inga­ferli sem hef­ur m.a. inni­hald­ið svo­kall­að­ar „item“æf­ing­ar þar sem litl­ir þætt­ir eru æfð­ir sér­stak­lega og þrjár æf­ing­ar með gest­um, dómur­um og tíma­töku.“

Þeg­ar blaða­mann og ljós­mynd­ara bar að garði fyrr í vik­unni stóð ein­mitt yf­ir þriðja og síð­asta æf­ing­in þar sem nem­arn­ir mat­reiddu úr hrá­efni sem leynd­ist í svo­kall­aðri leynikörfu. Hrá­efn­ið í þetta skipt­ið var lax og hörpu­skel, risotto og spergilkál, önd og

seljurót og súkkulaði og app­el­sína og er óhætt að segja að rétt­irn­ir hafi smakk­ast af­ar vel.

Tauga­strekkt­ur dag­ur

Í keppn­inni munu fram­reiðslu­nem­ar keppa í helstu hæfn­is­þátt­um fram­reiðslu­starfs­ins, s.s. þjón­ustu, að leggja á borð, víns­makki, blönd­un áfengra og óá­fengra drykkja, pör­un vína og mat­seð­ils, fyr­ir­skurði, eld­steik­ingu og fram­reiðslu á sex rétta mat­seðli.

Í mat­reiðslu er keppt í marg­vís­leg­um hæfni­þátt­um, s.s. í mis­mun­andi mat­reiðslu­að­ferð­um, fram­setn­ingu á rétt­um, bragði og fleiri þátt­um, seg­ir Kjart­an. „Mat­reiðslu­nem­ar munu fyrri dag­inn taka bók­legt próf og síð­an mat­reiða blað­laukssúpu fyr­ir sex manns, tólf bita amu­se-bouche þar sem hrá­efn­ið er geita­ost­ur og sil­ungs­hrogn og græn­met­is­rétt fyr­ir sex manns þar sem unn­ið er með jarð­skokka, gul­ar baun­ir og epli. Seinni dag­inn vinna mat­reiðslu- og fram­reiðslu­nem­arn­ir sam­an að verk­efni dags­ins sem er að setja upp mat- og drykkj­ar­seð­il fyr­ir fimm rétta mál­tíð en þann dag­inn vita þau ekki hvaða hrá­efni kem­ur upp úr körf­unni sem ger­ir allt svo­lít­ið taugatrekkt.“

Fjöl­breytt verk­efni

Kjart­an er bæði þjálf­ari og liðs­stjóri kokka­nem­anna. „Með­al verk­efna minna er að sjá um að leið­beina og dæma á æf­ing­um, að­stoða við inn­kaup og ým­is­legt ann­að. Einnig sé ég um skipu­lag og ut­an­um­hald­ið kokka­meg­in í keppn­inni. Þeg­ar hóp­ur­inn er kom­inn út kem ég þeim af stað inn í keppn­ina en eft­ir það má ég ekk­ert skipta mér af þeim. Enda sjá­um við þjálf­ar­arn­ir líka um að dæma í keppn­inni á móti öðr­um dómur­um.“

Strembn­ir dag­ar

Kepp­end­ur í mat­reiðslu eru Ga­brí­el Krist­inn Bjarna­son, nemi á Ra­dis­son SAS Hótel Sögu, en meist­ari hans er Ólaf­ur Helgi Kristjáns­son, og Wikt­or Páls­son, nemi á Ra­dis­son SAS Hótel Sögu, en meist­ari hans er Sig­urð­ur Helga­son. Þjálf­ari þeirra er Kjart­an Marinó eins og áð­ur hef­ur kom­ið fram.

Í fram­reiðslu keppa þau Fann­ey Rún Ág­ústs­dótt­ir, nemi hjá Bláa lón­inu, en meist­ari henn­ar er Styrm­ir Örn Arn­ar­son og Guð­jón Bald­ur Bald­urs­son, nemi hjá VOX á Hilt­on Nordica, en meist­ari hans er Ólöf Krist­ín Guð­jóns­dótt­ir. Þjálf­ar­ar fram­reiðslu­nem­anna eru Juli­anna Laire og Trausti Víg­lunds­son.

„Það stytt­ist í keppn­ina þannig að pásk­arn­ir og næsta vika fara í að klára ým­is smá­at­riði hjá öll­um kepp­end­um. Hóp­ur­inn held­ur svo út á fimmtu­dags­morg­un­inn en keppn­in sjálf hefst snemma á föstu­dags­morg­un og stend­ur yf­ir í tvo daga. Þetta verð­ur því ansi stremb­ið en um leið svaka­lega gam­an.“

Mat­reiðslu­nem­arn­ir tveir unnu vel sam­an og setja hér einn for­rétt­inn á diska fyr­ir gesti.

Einn for­rétt­ur­inn sem boð­ið var upp á síð­asta æf­inga­kvöld­ið var lax með asp­as, kart­öflu­mauki, hörpu­skel og hvít­vínss­mjörsósu.

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Kjart­an Marinó Kjart­ans­son mat­reiðslu­mað­ur er þjálf­ari mat­reiðslu­nem­anna sem keppa í Stokk­hólmi um næstu helgi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.