Tæki­færi fyr­ir Ís­land í fjórðu iðn­bylt­ing­unni

Formað­ur nefnd­ar for­sæt­is­ráð­herra um fjórðu iðn­bylt­ing­una seg­ir að leið­in til að tak­ast á við tækni­breyt­ing­ar séu fé­lags­leg­ar að­gerð­ir. Tæki­færi Ís­lands séu mik­il ef rétt sé hald­ið á spil­un­um. Ýms­um spurn­ing­um þurfi þó að svara.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN sig­hvat­[email protected]­bla­did.is

Formað­ur nefnd­ar for­sæt­is­ráð­herra um fjórðu iðn­bylt­ing­una seg­ir að Ís­land sé vel und­ir­bú­ið fyr­ir þær tækni­breyt­ing­ar sem fram und­an eru. Leið­in til að tak­ast á við breyt­ing­arn­ar séu fé­lags­leg­ar að­gerð­ir.

Ýms­um spurn­ing­um sé þó ósvar­að þeg­ar kem­ur að áskor­un­um fram­tíð­ar­inn­ar. Með­al ann­ars þurfi að taka skyn­sam­lega á því hvernig ávöxt­um mögu­legr­ar fram­leiðniaukn­ing­ar verði skipt. Þá þurfi að spyrja að því hver mark­mið­in séu með tækni­breyt­ing­um. Hing­að til hafi iðn­bylt­ing­ar knú­ið auk­inn hag­vöxt og fram­leiðslu en kröf­ur dags­ins í dag séu fleiri. –

Mik­il um­ræða hef­ur átt sér stað á al­þjóða­vísu und­an­far­in miss­eri um fjórðu iðn­bylt­ing­una og hvaða áhrif hún muni hafa á dag­legt líf. Sp­urn­ing­ar hafa vakn­að um fram­tíð vinn­unn­ar og þær áskor­an­ir sem tækni­breyt­ing­ar munu hafa á sam­fé­lög.

For­sæt­is­ráð­herra skip­aði um mitt síð­asta ár nefnd sem fékk það verk­efni að greina al­þjóð­lega um­ræðu um fjórðu iðn­bylt­ing­una og skoða af leið­ing­ar henn­ar og tæki­færi fyr­ir ís­lenskt samfélag. Nefnd­in skil­aði skýrslu sinni í síð­asta mán­uði en þar var með­al ann­ars sett fram spá um hvernig ís­lensk­ur vinnumarkaður gæti þró­ast með auk­inni sjálf­virkni­væð­ingu.

Hug­inn Freyr Þor­steins­son, formað­ur nefnd­ar­inn­ar, seg­ir að haldi Ís­lend­ing­ar rétt á spil­un­um geti fal­ist mik­il tæki­færi í fjórðu iðn­bylt­ing­unni. „Við höf­um ekki marg­ar hend­ur til að vinna verk­in. Þess vegna ætti sjálf­virkni­væð­ing­in að geta stutt við land eins og Ís­land frek­ar en hitt.“

Ljóst sé að það hvernig fólk muni vinna störf í fram­tíð­inni komi til með að breyt­ast mik­ið og að ein­hverju leyti létta fólki vinn­una. Með því að nýta sér að­ferða­fræði úr rann­sókn sem gerð var af OECD lagði nefnd­in mat á áhrif sjálf­virkni­væð­ing­ar á ís­lensk­an vinnu­mark­að.

Nið­ur­stöð­ur mats­ins voru þær að að­eins 14 pró­sent starfa sem voru á vinnu­mark­aði ár­ið 2017 voru störf þar sem litl­ar lík­ur voru á sjálf­virkni­væð­ingu á næstu tíu til fimmtán ár­um. 28 pró­sent starfa töld­ust vera með mikl­ar lík­ur á sjálf­virkni­væð­ingu og 58 pró­sent miðl­ungs lík­ur.

„Það sem er nýtt við fjórðu iðn­bylt­ing­una eru þessi tæki­færi við að sjálf­virkni­væða end­ur­tek­in hug­ar­ferli. Sumt verð­ur þannig að það get­ur stutt okk­ur í okk­ar vinnu þótt nálg­un­in breyt­ist. Sumt mun þýða að ein­hver störf hverfa en það verð­ur líka fullt af störf­um til sem mun byggja of­an á það að þú nýt­ir þér sjálf­virkni­væð­ingu hug­arafls.“

Hug­inn Freyr, sem er með doktors­próf í vís­inda­heim­speki, seg­ir að nefnd­in hafi reynt að vera jarð­bund­in varð­andi spár um fram­tíð­ina.

„Í gegn­um sög­una hafa menn ým­ist ver­ið allt of bjart­sýn­ir á að tækn­in muni leysa öll mann­leg vanda­mál eða allt of svart­sýn­ir þannig að þetta muni leiða til þess að heim­ur­inn deyi. Það er al­veg eins með þessa um­ræðu um gervi­greind­ina. Sum­ir segja að við get­um bara sett fæt­urna upp í loft og horft á vél­menni vinna fyr­ir okk­ur og ver­ið á borg­ar­laun­um. En aðr­ir segja að þetta verði eins og í kvik­mynd­inni Tor­tím­andinn. Hvort tveggja er bara della.“

Hug­inn Freyr seg­ir nefnd­ina hafa lagt mikla áherslu á það að leið­in til að tak­ast á við tækni­breyt­ing­ar séu fé­lags­leg­ar að­gerð­ir. „Það er ástæð­an fyr­ir því að áhrif sjálf­virkni­væð­ing­ar­inn­ar verða minni á Norð­ur­lönd­un­um en í mörg­um öðr­um ríkj­um. Þetta eru þró­uð hag­kerfi með sterk vel­ferð­ar­kerfi.“

Ástæða óró­leika í kjöl­far fyrstu iðn­bylt­ing­ar­inn­ar á Englandi á 18. öld hafi ver­ið sú að eng­in kerfi voru til stað­ar til að tak­ast á við svona mikl­ar breyt­ing­ar. „ Nú reyn­um við að beina fólki rétta átt í mennta­kerf­inu. Þeir sem missa vinn­una geta feng­ið at­vinnu­leys­is­bæt­ur og virkniúr­ræði til að bæta hæfni sína til að kom­ast aft­ur inn á vinnu­mark­að­inn. Það eru alls kyns svona þætt­ir sem skipta máli.“

Um­ræðu um tækni­breyt­ing­ar hætti til að verða of þröng og ein­blína á hlut­ina sem verða til, hvort sem það eru ný­ir farsím­ar, nýtt net eða eitt­hvað ann­að. „Ef við ætl­um að hugsa hvernig við tök­umst á við tækni­breyt­ing­ar þá eru það sam­fé­lags­leg­ar áskor­an­ir.“

Hug­inn Freyr tel­ur Ís­land standa vel í al­þjóð­leg­um sam­an­burði þeg­ar komi að því að tak­ast á við fjórðu iðn­bylt­ing­una. „Við er­um með samfélag sem er mjög nýj­unga­gjarnt á tækni. Við er­um með sterka tækni­lega inn­viði og þró­að hag­kerfi. Það breyt­ir því samt ekki að við þurf­um að vinna okk­ar vinnu eins og önn­ur ríki.“

Þannig þurfi til dæm­is að ákveða hvaða þætti leggja eigi áherslu á í mennta­kerf­inu og vinna meira í ný­sköp­un.

„Þó að við stönd­um al­veg ágæt­lega þá er al­veg heil­mik­il vinna ef við ætl­um að ná ein­hverj­um ár­angri í þessu. Við get­um auð­vit­að áfram treyst á okk­ar auð­lind­ir og auð­linda­nýt­ingu til fram­tíð­ar sem hef­ur skil­að okk­ur auði í gegn­um tíð­ina. En ef við ætl­um að standa und­ir þeirri vel­ferð sem við ger­um kröf­ur til þá mun­um við þurfa að vinna að­eins í okk­ar mál­um.“

Þá sé af­ar mik­il­vægt að hugsa um hver mark­mið­in með tækni­breyt­ing­um eigi að vera. Hug­inn Freyr bend­ir á að alls stað­ar í sam­fé­lag­inu séu uppi kröf­ur um að fólki vilji vinna minna og eyða meiri tíma með fjöl­skyld­unni.

„ Alltaf þeg­ar við töl­um um iðn­bylt­ing­ar þá snýst það um að ná meiri fram­leiðslu, meiri hag­vexti. Það er fínt markmið í sjálfu sér en vilj­um við gera eitt­hvað ann­að? Eig­um við að gera þá kröfu að við get­um minnk­að vinnu okk­ar og feng­ið meiri frí­tíma?“

Önn­ur áskor­un teng­ist því hvernig ávöxt­um hugs­an­legr­ar fram­leiðniaukn­ingu verði skipt. „ Það er mál sem gæti leitt til óánægju með tækni­breyt­ing­ar ef ekki er unn­ið skyn­sam­lega með. Þetta get­ur þýtt mik­inn ávöxt til til­tek­inna að­ila.“

Eig­um við að gera þá kröfu að við get­um minnk­að vinnu okk­ar og feng­ið meiri frí­tíma?

Hug­inn Freyr Þor­steins­son, formað­ur nefnd­ar um fjórðu iðn­bylt­ing­una

Sjálf­keyr­andi bíl­ar eru með­al þeirra tækninýj­unga sem eru hluti fjórðu iðn­bylt­ing­ar­inn­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.