Íleng­ist í dóms­mál­um

Nýr dóms­mála­ráð­herra verð­ur lík­lega ekki skip­að­ur fyrr en eft­ir að þing­ið fer í sum­ar­frí. Sig­ríð­ur And­er­sen sögð áfram um að setj­ast aft­ur í ráð­herra­stól.

Fréttablaðið - - NEWS - FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen er sögð mjög áfram um að setj­ast aft­ur í stól dóms­mála­ráð­herra en sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðs­ins er breyt­inga á ráð­herra­skip­an í rík­is­stjórn ekki að vænta al­veg á næst­unni og lík­lega ekki fyrr en eft­ir þinglok í vor.

Þeg­ar Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir tók við dóms­mála­ráðu­neyt­inu um miðj­an síð­asta mán­uð sagði Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins að um bráða­birgða­ráð­stöf­un væri að ræða og Þór­dís myndi gegna báð­um ráð­herra­stöð­um í nokkr­ar vik­ur. Fram­hald­ið yrði met­ið með þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins og sam­hliða því yrði að skipta verk­um upp á nýtt í þing­flokkn­um.

Nú eru tæp­ar sex vik­ur liðn­ar frá því Þór­dís tók við dóms­mál­un­um og þeir sem Fréttablaðið hef­ur rætt við segja ekki mikla hreyf­ingu á mál­inu. Lík­legt sé að beð­ið verði með breyt­ing­ar þar til eft­ir þinglok í vor til að halda ró í þing­flokkn­um, enda þeir þing­menn sem hafa áhuga á embætt­inu lík­legri til að vera sam­starfs­fús­ir með­an embætt­inu er óráð­staf­að. Sam­kvæmt starfs­áætl­un Al­þing­is lýk­ur vor­þingi 5. júní.

Þau sem helst hafa ver­ið orð­uð við ráðu­neyt­ið eru Ás­laug Arna Sig­ur­björns­dótt ir og Birg­ir Ár­manns­son. Þór­dís Kol­brún mun ekki vilja láta sitt ráðu­neyti laust en hún hef­ur gegnt stöðu ferða­mála-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra í tæp tvö og hálf ár. Því þyk­ir ekki lík­legt að hróker­að verði í rík­is­stjórn með þeim hætti að hún fari yf­ir í dóms­mál­in en nýr ráð­herra komi inn í henn­ar ráðu­neyti. Var þing­mað­ur­inn Har­ald­ur Bene­dikts­son sér­stak­lega nefnd­ur í þessu til­liti en einnig að Kristján Þór Júlí­us­son færi mögu­lega í iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið og Har­ald­ur í sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­mál­in. Þór­dís Kol­brún held­ur hins veg­ar í sitt ráðu­neyti og ekki þyk­ir lík­legt að far­ið verði gegn vilja vara­for­manns­ins.

Þær breyt­ing­ar á þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem Bjarni vís­aði til um miðj­an mars, gætu tek­ið til for­mennsku í ut­an­rík­is­mála­nefnd sem Ás­laug Arna gegn­ir og til for­mennsku í þing­flokkn­um sem Birg­ir Ár­manns­son fer með. Bæði hafa þau ver­ið orð­uð við dóms­mála­ráðu­neyt­ið og ljóst að fela þyrfti öðr­um hlut­verk þess sem flytt­ist í dóms­mála­ráðu­neyt­ið.

Þá hef­ur Sig­ríði And­er­sen enn ekki ver­ið fal­ið sér­stakt hlut­verk í þing­flokkn­um. Sam­kvæmt þingsköp­um á þing­mað­ur rétt á sæti í minnst einni fasta­nefnd en Sig­ríð­ur hef­ur enn ekki tek­ið fast sæti í neinni af nefnd­um þings­ins og er hún sögð sækja það fast að setj­ast aft­ur í ráð­herra­stól nú þeg­ar bú­ið er að ákveða að vísa Lands­rétt­ar­mál­inu til efri deild­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Sig­ríð­ur lét þess sér­stak­lega get­ið þeg­ar hún sagði af sér að hún viki að­eins tíma­bund­ið til hlið­ar með­an unn­ið væri úr þeirri stöðu sem upp kom þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu kvað upp dóm sinn í Lands­rétt­ar­mál­inu.

Þeir sem Fréttablaðið ræddi við telja þó ekki lík­legt að Sig­ríð­ur setj­ist aft­ur í ráð­herra­stól að svo stöddu og lík­lega ekki fyrr en í fyrsta lagi þeg­ar lokanið­ur­staða er kom­in í Lands­dóms­mál­ið í Strass­borg. adal­[email protected]­bla­did.is

Þór­dís hef­ur gegnt tveim­ur ráð­herra­embætt­um í tæp­ar sex vik­ur. Um skamm­tíma­lausn átti að vera að ræða.

Þór­dís tók við dóms­mál­un­um af Sig­ríði þann 14. mars.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.