Bætt­ur að­gang­ur að lausa­sölu­lyfj­um

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Brynj­úlf­ur Guð­munds­son formað­ur lausa­sölu­lyfja­hóps Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu

Verði frum­varp, sem fjór­ir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa lagt fram um breyt­ing­ar á lyfja­lög­um, lög­fest á yf­ir­stand­andi vor­þingi hyll­ir loks­ins und­ir að Ís­lend­ing­ar sitji við sama borð og Dan­ir, Norð­menn, Finn­ar og Sví­ar varð­andi að­gang að lausa­sölu­lyfj­um í al­menn­um versl­un­um.

Lausa­sölu­lyfja­hóp­ur Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu fagn­ar þessu frum­varpi, enda höf­um við lengi bar­ist fyr­ir því að Lyfja­stofn­un verði veitt heim­ild til að veita und­an­þágu, þannig að mögu­legt verði að selja til­tek­in lausa­sölu­lyf í

al­menn­um versl­un­um, og að sjálf­val á lausa­sölu­lyfj­um verði leyft í apó­tek­um og al­menn­um versl­un­um.

Lausa­sölu­ly f, s. s. kvef ly f, of­næm­is­lyf og væg verkjalyf, eru lyf sem neyt­end­ur geta keypt og not­að, án að­komu heil­brigð­is­starfs­fólks og því er að okk­ar mati eðli­legt að al­menn­ing­ur geti líka keypt þau í al­menn­um versl­un­um og haft að­gang að þeim í sjálf­vali, eins og tíðk­ast hef­ur til fjölda ára í ná­granna­lönd­um okk­ar.

Í Dan­mörku hef­ur sala í al­menn­um versl­un­um ver­ið leyfð frá 2001, og sjálf­val í al­menn­um versl­un­um og apó­tek­um frá því í fyrra. Sala og sjálf­val í al­menn­um versl­un­um hef­ur ver­ið leyfð frá 2003 í Nor­egi, og þar hef­ur sjálf­val í apó­tek­um ver­ið leyft í ára­tugi. Sví­þjóð leyfði sölu og sjálf­val í al­menn­um versl­un­um fyr­ir 10 ár­um og þar, eins og í Nor­egi, hef­ur sjálf­val í apó­tek­um ver­ið leyft í ára­tugi. Finn­land leyf­ir sölu nikó­tín­lyfja í al­menn­um versl­un­um, án nokk­urra tak­mark­ana, og þar hef­ur sjálf­val lausa­sölu­lyfja í apó­tek­um líka ver­ið við lýði í ára­tugi. Stað­an hér á Íslandi er hins veg­ar sú núna ár­ið 2019 að frá ár­inu 2008 hef­ur ver­ið leyfð sala á minnstu pakkn­ing­um af minnsta styrk­leika nikó­tín­lyfja í al­menn­um versl­un­um og sjálf­val er bann­að, bæði í al­menn­um versl­un­um og apó­tek­um!

Fjölg­un út­sölustaða og auk­in verð­sam­keppni

Þessu telj­um við löngu tíma­bært að breyta, fyrst og fremst til að bæta að­gengi al­menn­ings. Í dag er stað­an þannig að ein­ung­is sex apó­tek á öllu land­inu, eru op­in ut­an hefð­bund­ins opn­un­ar­tíma milli kl. 9-19 og eru þau öll stað­sett á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ekk­ert apó­tek er op­ið á milli mið­nætt­is og kl. 8 að morgni á öllu land­inu, og flest apó­tek úti á landi eru lok­uð um helg­ar. Hins veg­ar eru a.m.k. 25 versl­an­ir opn­ar all­an sól­ar­hring­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, ásamt þrem­ur versl­un­um á Akur­eyri, og versl­un­um í Borg­ar­nesi, Reykja­nes­bæ og á Sel­fossi. Með því að leyfa sölu lausa­sölu­lyfja í al­menn­um versl­un­um munu þeir sem þurfa á slík­um lyfj­um að halda eiga mun auð­veld­ara með að nálg­ast þau, en eins og stað­an er núna býr stór hluti lands­manna, ekki síst á lands­byggð­inni, við veru­lega skert að­gengi ut­an hefð­bund­ins opn­un­ar­tíma apó­teka á virk­um dög­um.

Reynsla annarra Norð­ur­landa­þjóða af sölu lausa­sölu­lyfja í al­menn­um versl­un­um sýn­ir að út­sölu­stöð­um hef­ur fjölg­að tölu­vert og verð­sam­keppni hef­ur auk­ist. Út­tekt­ir stjórn­valda í Dan­mörku, Nor­egi og Sví­þjóð sýna jafn­framt að betra að­gengi að lausa­sölu­lyfj­um hef­ur ekki auk­ið mis­notk­un, enda regl­an sú að selja minni pakkn­ing­ar sem inni­halda lægri styrk­leika í al­menn­um versl­un­um en í apó­tek­um. Þá hafa til­kynnt­ar eitran­ir vegna lausa­sölu­lyfja ekki auk­ist í þess­um lönd­um.

Þessi laga­breyt­ing, nái hún fram að ganga, mun auka sam­keppni, auk þess sem veru­legt hag­ræði yrði fólg­ið í því fyr­ir neyt­end­ur að geta nálg­ast lausa­sölu­lyf á auð­veld­ari hátt en nú er.

Reynsla annarra Norð­ur­landa­þjóða af sölu lausa­sölu­lyfja í al­menn­um versl­un­um sýn­ir að út­sölu­stöð­um hef­ur fjölg­að tölu­vert og verð­sam­keppni hef­ur auk­ist.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.