Taktu af­stöðu – ekki kaupa kyn­líf!

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Nem­end­ur á fyrsta ári í MPM í Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Ág­ústa Ýr Sveins­dótt­ir Bryn­dís Ósk Björns­dótt­ir Ing­unn Þor­varð­ar­dótt­ir Ísól Fann­ey Ómars­dótt­ir Stella Sif Jóns­dótt­ir Þórgunn­ur Jó­hanns­dótt­ir

Sam­kvæmt United Nati­ons (UN) er man­sal þriðja stærsta grein skipu­lagðr­ar glæp­a­starf­semi í heim­in­um og tal­in vera í ör­um vexti um all­an heim. Hvergi í heim­in­um er fjöldi kyn­lífs­þræla á mann meiri en í Evr­ópu. Kyn­lífsm­an­sal og vændi eru samof­in hug­tök. Oft er kyn­lífsm­an­sal dul­bú­ið sem vændi og tal­ið vera val þeirra sem selja sig, en þannig er það af­ar sjald­an.

Vændi er skil­greint sem kyn­ferð­is­legt of­beldi og á sér stað þeg­ar mann­eskja hef­ur kyn­mök við ann­an ein­stak­ling gegn gjaldi. Þo­lend­ur vænd­is hafa oft­ast sjálf­ir orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legu of­beldi áð­ur og geta átt erfitt með að setja öðr­um mörk.

Kyn­lífsm­an­sal er versl­un með mann­eskju í hagn­að­ar­skyni og er tal­in vera ein al­var­leg­asta birt­ing­ar­mynd kyn­ferð­is­legs of­beld­is þar sem þær eru seld­ar af þriðja að­ila (selj­anda) til að stunda kyn­líf með kaup­anda. Ábyrgð­in er kaup­and­ans, því á með­an eft­ir­spurn er til stað­ar mun kyn­lífsm­an­sal/vændi vera til stað­ar. Á Íslandi er ólög­legt að selja aðra mann­eskju og get­ur sá sem hef­ur milli­göngu átt yf­ir höfði sér allt að 12 ára fang­elsi skv. 227. gr.a. al­mennra hegn­ing­ar­laga.

Þo­lend­ur vænd­is eru að­al­lega kon­ur en einnig börn og karl­menn. Um er að ræða mann­eskj­ur sem eru oft í við­kvæmri stöðu vegna fá­tækt­ar og fíkn­ar. Þo­lend­ur vænd­is telja sig oft ekki vera fórn­ar­lömb

kyn­lífsm­an­sals og eiga jafn­vel í róm­an­tísku sam­bandi við að­il­ann sem sel­ur þá. Stund­um stjórn­ar fíkn­in þriðja að­il­an­um þannig að hann sel­ur þol­and­ann upp í skuld og stund­um sér þol­and­inn enga aðra leið til að fá næsta skammt nema með því að veita kyn­lífs­greiða.

Kaup­andi sem hef­ur ávallt stöðu hins sterka og tek­ur með­vit­aða ákvörð­un um að kaupa kyn­líf, brýt­ur gegn al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um. Við­kom­andi get­ur feng­ið sekt og jafn­vel fang­elsis­vist fyr­ir ít­rek­uð brot. Ef að­ili sem kaup­ir kyn­líf fer fyr­ir dóm gild­ir nafn­leynd í slík­um dóm­um hér á Íslandi. Ef kaup­end­ur væru nafn­greind­ir í dóm­um og sekt­ir hækk­að­ar gæti það haft veru­leg fæl­ingaráhrif á þá sem íhuga slík við­skipti.

En hverj­ir eru kaup­end­ur á Íslandi? Um­ræð­an hef­ur ver­ið sú að vændi sé að­al­lega keypt af ferða­mönn­um sem koma til lands­ins. Þeir sem hafa að­stoð­að þo­lend­ur vænd­is hér á landi segja að kaup­end­ur séu fyrst og fremst ís­lensk­ir, karl­menn úr öll­um stétt­um sam­fé­lags­ins.

Hægt er að líta á kyn­lífsm­an­sal sem þræla­hald án hlekkja eða ánauð þar sem þo­lend­ur hafa lít­il sem eng­in tæki­færi til að sleppa án að­stoð­ar. Nauð­syn­legt er að styrkja þá starf­semi sem styð­ur við þo­lend­ur of­beld­is. Ef þú þekk­ir ein­hvern í spor­um þol­and­ans eða ein­hver leit­ar til þín, þá hvetj­um við þig til að hlusta á við­kom­andi og að­stoða til að kom­ast í sam­band við Kvenna­at­hvarf, Stíga­mót eða Bjark­ar­hlíð.

Taktu af­stöðu og ekki kaupa kyn­líf eða tala um það sem eðli­leg­an part af til­ver­unni að hægt sé að kaupa að­gang að ann­arri mann­eskju.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.