Úrslita­ein­vígi hefjast í kvöld

Fréttablaðið - - SPORT - Kpt

ÍÞRÓTTIR Úrslita­ein­víg­ið í Olís-deild kvenna hefst loks­ins í kvöld eft­ir þrett­án daga bið, sama dag og ein­vígi KR og ÍR í úr­slit­um í Dom­in­os­deild karla hefst í Vest­ur­bæn­um.

Ann­að ár­ið í röð eru það Val­ur og Fram, sig­ur­sæl­ustu fé­lög­in í ís­lensk­um kvenna­hand­bolta, sem mæt­ast í úr­slit­um Olís-deild­ar­inn­ar. Valslið­ið er hand­hafi bik­ar- og deild­ar­meist­ara­titils­ins en Fram er ríkj­andi Ís­lands­meist­ari. Þeg­ar þessi lið mætt­ust í fyrra vann Fram 3-1 sig­ur en Valslið­ið mæt­ir ógn­ar­sterkt til leiks í ár.

Í Vest­ur­bæn­um hefst úrslita­ein­víg­ið á milli tveggja sig­ur­sæl­ustu lið­anna í ís­lensk­um karla­körfu­bolta. KR-ing­ar sem eru ríkj­andi Ís­lands­meist­ar­ar hafa unn­ið und­an­far­in fimm ár og eru í leit að þeim sjötta í röð og þeim átjánda í sögu karla­liðs­ins.

ÍR sem hef­ur fimmtán sinn­um lyft Ís­lands­meist­ara­titl­in­um leik­ur í fyrsta sinn til úr­slita eft­ir að úr­slita­keppn­in hófst ár­ið 1984. Breið­hylt­ing­ar eru í leit að fyrsta Ís­lands­meist­ara­titl­in­um í 42. sinn. –

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.