At­hygl­is­verð­ar bæk­ur

Fréttablaðið - - MENNING -

Fjöldi er­lendra rit­höf­unda mæt­ir á Bók­mennta­há­tíð í Reykja­vík en bæk­ur all­nokkra þeirra hafa kom­ið út á ís­lensku. Hin in­verska Arund­hati Roy er höf­und­ur verð­launa­bók­ar­inn­ar Guð hins smáa og skáld­saga henn­ar Ráðu­neyti æðstu ham­ingju hef­ur einnig kom­ið út á ís­lensku.

Hin norska Maja Lunde er höf­und­ur skáld­sög­unn­ar Blá þar sem fjall­að er um lofts­lags­breyt­ing­ar og áhrif þeirra. Roy Jac­ob­sen hef­ur ver­ið til­nefnd­ur til fjölda verð­launa fyr­ir verk sín, þar á með­al Al­þjóð­legu

Man Booker verð­laun­anna fyrst­ur Norð­manna fyr­ir Hin ósýni­legu sem ný­lega kom úr í ís­lenskri þýð­ingu.

Í fyrra kom út í ís­lenskri þýð­ingu Ég er að hugsa um að slútta þessu­eft­ir Iain Reid en kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn Charlie Kauf­mann vinn­ur nú að gerð kvik­mynd­ar eft­ir bók­inni.

Meira er gríð­ar­lega áhrifa­mik­il skáld­saga eft­ir hin tyrk­neska Hak­an Gunday sem fjall­ar um skelfi­leg ör­lög flótta­fólks. Mazen Ma­arouf er palestínsk­ur og bók hans Br­and­ar­ar handa byssu­mönn­un­um var til­nefnd til Al­þjóð­legu Man Booker verð­laun­anna.

Hvert and­ar­tak enn á lífi er eft­ir Sví­ann Tom Malmquist hef­ur hlot­ið fjölda við­ur­kenn­inga. Sælu­víma er bók eft­ir hina banda­rísku Lily King sem kom­ið hef­ur út á ís­lensku og eins og Etýð­ur í snjó eft­ir Yo­ko Tawada.

Simo­ne van der Vlugt er í hópi þekkt­ustu glæpa­sagna höf­unda Hol­lands og bók henn­ar, Þar sem ekk­ert ógn­ar þér, kom ný­lega út á ís­lensku. Það sem að baki býr er verð­launa­bók eft­ir hina dönsku Mer­ete Pryds Helle og kom út í ís­lenskri þýð­ingu í fyrra.

Rit­höf­und­ur­inn Hak­an Gunday.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.