Þjóð­ráð geng þjóðarp­irr­ingi

Fréttablaðið - - DAGSKRÁ - Jóns Sig­urð­ar Eyj­ólfs­son­ar

Svo virð­ist sem pirr­ing­ur lands­manna sé með mesta móti þessa dag­ana og er til­efn­ið efa­lít­ið ær­ið. Há­ir herr­ar hafa, til­tölu­lega klakk­laust, kom­ist frá því að gera þjóð­inni mik­inn skaða sem al­þýða borg­ar með sínu fé og mórölsku mæðu með­an pöpull­inn fær ekki einu sinni stöðu­mæla­sekt­ina af­skrif­aða og á sí­fellt erf­ið­ara með að koma sér þak yf­ir höf­uð og börn­um á legg. Þessu þarf að breyta. Hins veg­ar er óhóf­leg reiði ekki góð til þess. Fyr­ir því liggja helst þrjár að­stæð­ur:

1) Hún er óholl­ari en flest sem hugs­ast get­ur og dreg­ur menn frek­ar nær dauða en rétt­látu þjóð­fé­lagi.

2) Henni er venju­leg­ast fuss­að í fangi þess sem ekk­ert hef­ur með mál­ið að gera. Til dæm­is held ég að skot nettrölls­ins í raun­heim­um hafi geig­að þeg­ar hann hleypti af í Hag­kaupi. Slík klám­högg hafa sært alltof marga.

3) Síð­an er svo skelfi­lega leið­in­legt að þjóna reið­inni að það er bein­lín­is heimsku­legt mið­að við það að lífið er stutt og á að vera skemmti­legt. Þar að auki ger­ir hún mann vit­laus­ari en mað­ur í raun og veru er.

En þar sem það var skáld sem lenti í þjóð­ar­reið­inni má nota tækni skáld­skap­ar­ins til að eiga við þetta. Fern­ando Pessoa var mik­ill stíl­fræð­ing­ur og hann­aði ófá hlið­ar­sjálf sem voru svo lif­andi að hann gat sent eitt þeirra, Ricar­do Reis, til að af­boða fund. Þeg­ar skáld­ið var harmi þrung­ið gat hann líka hlað­ið þraut­ir sín­ar á hlið­ar­sjálfin. Og þar sem reið­in er eins og þoka sem leyf­ir okk­ur hvorki að sjá né hugsa skírt get­um við hann­að hlið­ar­sjálf sem sér menn og at­burði of­an frá móðu mæðu okk­ar. Í slíku þjóð­fé­lagi væri meira að segja skemmti­legt að versla í Hag­kaupi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.