LÍFIÐ Fyrsti þátt­ur­inn af Kl­ingKl­ing var frum­sýnd­ur í Smára­bíói á föstu­dags­kvöld en þætt­irn­ir koma úr smiðju rapp­ar­ans Herra Hnetu­smjörs.

Rapp­ar­inn Herra Hnetu­smjör frum­sýn­ir nýj­an þátt.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - – oæg FRÉTTABLAÐIÐ/MUMMI

Fyrsti þátt­ur­inn af Kl­ingKl­ing var frum­sýnd­ur í Smára­bíó á föstu­dags­kvöld en þætt­irn­ir koma úr smiðju rapp­ar­ans Herra Hnetu­smjörs. Í þátt­un­um fet­ar rapp­ar­inn nokk­uð ótroðn­ar slóð­ir ásamt fríðu föru­neyti og fer yf­ir það helsta sem ís­lenskt samfélag hef­ur upp á að bjóða.

Í sam­tali við Fréttablaðið seg­ir rapp­ar­inn að í þátt­un­um verði próf­að­ir hlut­ir sem ekki hafi áð­ur sést í ís­lensku sjón­varpi en nýr gesta­stjórn­andi verð­ur með rapp­ar­an­um í hverj­um þætti. Þar á með­al eru söngv­ar­inn Frikki Dór, Bríet og plötu­snúð­ur­inn Dóra Júlía en í fyrsta þætt­in­um mun söng­kon­an GDRN stýra þætt­in­um ásamt Herra Hnetu­smjör.

„Ég fæ til mín einn gesta­stjórn­anda og það er nýtt við­fangs­efni í hverj­um þætti. Þætt­irn­ir ganga út á það að við könn­um nýj­an hlut í hverj­um þætti, í þrem­ur mis­mun­andi út­færsl­um. Í fyrsta þætt­in­um tök­um við til dæm­is fyr­ir bíla og próf­um ódýr­asta, miðl­ungs og dýr­asta,“seg­ir rapp­ar­inn en hann seg­ir að við­tök­urn­ar hafi hing­að til ver­ið af­ar góð­ar og að um­fjöll­un­ar­efni í næstu þátt­um muni koma fólki á óvart.

„Við próf­uð­um ým­is­legt sem meðal­mað­ur­inn hef­ur kannski ekki tök á að prófa. Eins og þeg­ar við próf­um það dýr­asta sem völ er á, að þá fer þetta oft út í eitt­hvað al­gjört rugl,“seg­ir rapp­ar­inn.

FRÉTTABLAÐIÐ/MUMMI

Það var sann­ar­lega góð­mennt á frum­sýn­ingu Kl­ing Kl­ing í Smára­bíói á dög­un­um.

Herra Hnetu­smjör, víga­leg­ur að vanda.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.