SKOÐUN Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir skrif­ar um að­gengi að raf­hjól­um.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir formað­ur skipu­lags- og sam­göngu­ráðs Reykja­vík­ur

Til að ná mark­mið­um Pa­rís­ar­sam­komu­lags­ins þarf meira til en orku­skipti og raf­bíla­væð­ingu. Við þurf­um að draga úr akstri bíla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 15 til 50%. Þetta vit­um við eft­ir að sér­fræð­inga­hóp­ur HR og HÍ skil­aði af sér út­reikn­ing­um um mat á los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til árs­ins 2030. Und­ir­rit­uð setti þessa vinnu af stað og voru nið­ur­stöð­urn­ar því fyrst lagð­ar fram í skipu­lags- og sam­göngu­ráði Reykja­vík­ur. Þær sýna að of­uráhersla á raf­bíla­væð­ingu þjóð­ar er ekki rétt for­gangs­röð­un. Til þess að ná þeim lífs­nauð­syn­legu mark­mið­um sem við höf­um sett okk­ur þarf fyrst og fremst að breyta ferða­venj­um og raf­væða samgöngur.

Í ljósi þess að að fjöldi bíla á land­inu hef­ur aldrei ver­ið meiri en nú og að um­ferð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er meiri en hún hef­ur nokkru sinni áð­ur ver­ið virð­ist það í fyrstu óklíf­an­legt fjall að ætla að snúa þeirri þró­un við. Þess vegna er þörf á metn­að­ar­full­um að­gerð­um sem gera fólki það kleift að breyta ferða­venj­um. Raf­hjóla­verk­efni á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar þar sem íbú­um býðst að fá raf­hjól til láns hef­ur gef­ið nið­ur­stöð­ur sem vert er að gefa gaum. Á síð­asta ári voru 100 raf­hjól í boði og sóttu meira en eitt þús­und manns um, Í ár stefn­ir í að um­sókn­ir verði fleiri en tvö þús­und. Þátt­tak­end­ur not­uðu raf­hjól­in mest til og frá vinnu, 90% sögð­ust nota það tvo daga eða fleiri og rúm­lega 90% sögð­ust nota raf­hjól­ið í stað­inn fyr­ir einka­bíl­inn. Nið­ur­stöð­ur þessa verk­efn­is sýna að hér er stórt sókn­ar­tæki­færi.

Hjóla­hrað­braut­ir sem tengja sam­an öll helstu hverf­in og sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu geta orð­ið eitt af fram­tíð­ar-sam­göngu­kerf­un­um. Í ná­granna­lönd­um okk­ar fá íbú­ar styrk frá rík­inu til þess að fjár­festa í raf­hjóli. Þar eru líka í boði fjöl­breytt­ar deili­lausn­ir fyr­ir al­menn­ing þar sem að­gengi að raf­hjól­um og öðr­um raf­vædd­um sam­göngu­tækj­um er tryggð­ur.

Ábyrgð­in er okk­ar og ár­ið 2030 er ein­ung­is í 11 ára fjar­lægð. Við höf­um ekki efni á að bíða. Okk­ur ligg­ur lífið á.

Til að ná mark­mið­um Pa­rís­ar­sam­komu­lags­ins þarf meira til en orku­skipti og raf­bíla­væð­ingu. Við þurf­um að draga úr akstri bíla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 15 til 50%.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.