Ra­f­orkutap á ári nem­ur afli Svartseng­is

Flutn­ings­kerf­ið tap­ar ár­lega sem nem­ur afli Svartseng­is. Fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar og tækni­sviðs Landsnets seg­ir mik­il­vægt að hugsa um ra­f­orkutap eins og mat­ar­sóun. Verð­mæti sem fari til spill­is.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - [email protected]­bla­did.is

Á síð­asta ári töp­uð­ust um 400 gíga­vatt­stund­ir við f lutn­ing orku frá virkj­un­um til al­menn­ingsveitna og stór­not­enda. Er þetta aukn­ing um 6,7 pró­sent frá ár­inu áð­ur. Sverr­ir Jan Norð­fjörð, formað­ur raf­orku­hóps orku­spár­nefnd­ar og fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar- og tækni­sviðs Landsnets, seg­ir það áhyggju­efni að flutn­ingstap auk­ist ár frá ári.

„ Það er áhuga­vert að sjá að flutn­ingstap­ið sé að aukast. Vita­skuld mun­um við alltaf horfa upp á ein­hver flutn­ing­stöp í kerf­inu, hjá því verð­ur ekki kom­ist,“seg­ir Sverr­ir Jan. „Hins veg­ar er flutn­ingstap­ið núna jafn mik­ið og afl­ið úr Svartsengi svo þetta eru nokk­uð stór­ar töl­ur.“

Svartsengis­virkj­un er jarð­varma­virkj­un sem fram­leið­ir bæði hita og raf­magn. Hún fram­leið­ir um 75 mega­vött af raf­orku ár­lega.

Ástæð­ur þess að við töp­um svo mik­illi orku að mati Sverr­is er að flutn­ings­kerf­ið er ekki nægi­lega í stakk bú­ið til að tak­ast á við þessa flutn­inga. Flutn­ingi á orku í gegn­um raflín­ur svip­ar til flutn­ings á fólki og vör­um eft­ir þjóð­veg­um lands­ins. Sé flutn­ings­kerf­ið ekki nægi­lega gott er hætt við því að við miss­um verð­mæti.

„Við höf­um ver­ið að auka fram­leiðsl­una jafnt og þétt síð­ustu ár en höf­um ekki stað­ið okk­ur nægi­lega vel að byggja upp flutn­ings­kerf­ið,“seg­ir Sverr­ir Jan og bæt­ir við að á tím­um um­ræðu um sóun verð­mæta sé mik­il­vægt að horfa einnig til flutn­ingstaps í raf­orku­kerf­inu. „ Mik­ið hef­ur ver­ið rætt um mat­ar­sóun og ann­að í þeim dúr þar sem keppst er við að nýta mat­væli og vekja fólk til um­hugs­un­ar um þau verð­mæti sem fara til spill­is. Því þurf­um við kannski að fara að horfa til raf­orkunn­ar einnig.“

Í fyrra nam fram­leiðsla raf­orku tæp­um 20 þús­und gíga­vatt­stund­um og jókst um 3,1 pró­sent frá fyrra ári. Til sam­an­burð­ar er aukn­ing­in jafn mik­il og öll notk­un raf­orku á Suð­ur­landi.

Notk­un stór­not­enda jókst um 2,6 pró­sent frá fyrra ári og al­menn notk­un jókst um 4,4 pró­sent. Því jókst flutn­ingstap­ið hlut­falls­lega meira á síð­asta ári en notk­un­in.

Ra­f­orku­fram­leiðsla og notk­un hef­ur breyst gríð­ar­lega á öld­inni. Á síð­asta ára­tug hef­ur raf­orku­vinnsla auk­ist um 3.360 gíga­vatt­stund­ir sem jafn­gild­ir 80 pró­sent­um af notk­un allra heim­ila og al­menns at­vinnu­lífs. Að sama skapi er áætl­að að notk­un raf­orku auk­ist jafnt og þétt til árs­ins 2050.

Við höf­um ver­ið að auka fram­leiðsl­una jafnt og þétt síð­ustu ár en höf­um ekki stað­ið okk­ur nægi­lega vel í að byggja upp flutn­ings­kerf­ið.

Sverr­ir Jan Norð­fjörð, fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar­og tækni­sviðs Landsnets

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.