Mik­il leit eft­ir berkla­smit

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – khn NORDICPHOTOS/GETTY

Sótt­varna­lækn­ir hef­ur stað­ið fyr­ir um­fangs­mik­illi leit að ein­stak­ling­um sem komust í tæri við ein­stak­ling sem greind­ist með lungna­berkla í fe­brú­ar á þessu ári. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sótt­varna­lækni hafa yf­ir 300 manns ver­ið rann­sak­að­ir en lokanið­ur­staða þess­ara rann­sókna ligg­ur ekki fyr­ir.

Tal­ið er að ein­stak­ling­ur­inn, sem smit­að­ist fyrr á ár­inu og er ís­lensk­ur rík­is­borg­ari, hafi smit­ast á ferða­lagi í þró­un­ar­landi. Í Far­sóttar­frétt­um sótt­varna­lækn­is seg­ir að berkl­ar hafi ver­ið sjald­gæf­ir hér á landi und­an­far­in ár. Ár­ið 2018 greind­ust átta til­felli berkla, öll hjá ein­stak­ling­um sem eru af er­lend­ir bergi brotn­ir.

Berkl­ar eru al­var­leg­ur smit­sjúk­dóm­ur sem berst oft­ast með úða sem verð­ur til við hósta og hnerra þeirra sem eru með berkla­bakt­erí­ur í hráka.

Berkl­ar smit­ast manna á milli í gegn­um and­rúms­loft­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.