Kín­verj­ar með áhuga á norð­ur­slóð­um

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – ab

Sam­skipti Ís­lands og Kína hafa auk­ist til muna á síð­ustu ár­um og vinna lönd­in að ýms­um sam­starfs­verk­efn­um bæði hér á landi og ytra. Þetta er með­al þess sem kem­ur fram í er­indi Hafliða Sæv­ars­son­ar, verk­efna­stjóri á skrif­stofu al­þjóða­sam­skipta Há­skóla Ís­lands, á ráð­stefnu Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands sem fer fram í Nor­ræna hús­inu á morg­un frá kl. 9 til 18. Fjöl­mörg er­indi og pall­borð­sum­ræð­ur fara fram á ráð­stefn­unni, þar á með­al er­indi Hafliða um sam­skipti Ís­lands og Kína.

Hann seg­ir Ís­lend­inga njóta góðs af há­tækniupp­bygg­ingu í Kína sam­hliða ein­föld­um fram­leiðslu­vör­um. Stóra at­rið­ið er þó stór sam­starfs­verk­efni milli þjóð­anna. „Kín­verj­ar hafa fjár­fest í áhuga­verðu fyr­ir­tæki í Hafnar­firði sem fram­leið­ir stevíu­jurt, þar hafa þeir kom­ið inn með kín­verskt hug­vit, þeir eru líka að fjár­festa í erfða­fræði­rann­sókn­um,“seg­ir Hafliði. „Ís­lend­ing­ar hafa svo kom­ið að upp­bygg­ingu á hita­veit­um í Kína.“Þar að auki hafi Kín­verj­ar áhuga á norð­ur­slóð­um, þá helst sigl­inga­leið­um yf­ir norð­ur­skaut­ið.

FRÉTTABLAÐIÐ/HÍ

Hafliði Sæv­ars­son, verk­efna­stjóri hjá Há­skóla Ís­lands.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.