Frakk­ar reyna að skýla Notre Dame frá vot­viðri

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – þea

Unn­ið var hörð­um hönd­um að því í gær að skýla Notre Dame-kirkj­unni fyr­ir vot­viðri. Þak kirkj­unn­ar og kirkju­spír­an stór­eyði­lögð­ust í bruna í síð­ustu viku og ótt­ast er að rign­ing og mögu­lega þrumu­veð­ur gætu vald­ið miklu tjóni bæði inni í kirkj­unni og á ytra byrði henn­ar. Þá eru stoð­ir bygg­ing­ar­inn­ar einnig veik­burða og gæti allt álag vald­ið stór­tjóni.

Phil­ippe Vil­leneu­ve, yfir­arki­tekt kirkj­unn­ar, sagði í sam­tali við franska mið­il­inn BFMTV í gær að það væri í al­gjör­um for­gangi að setja vatns­held­an segldúk yf­ir kirkj­una. „Dúk­ur­inn er á leið­inni. Starfs­fólk­ið og vinnupall­arn­ir eru til­bún­ir,“sagði Vil­leneu­ve.

Emm­anu­el Macron, for­seti Frakk­lands, hef­ur heit­ið því að end­ur­bygg­ingu kirkj­unn­ar verði lok­ið inn­an fimm ára. Það er að segja áð­ur en Ólymp­íu­leik­ar verða haldn­ir í borg­inni ár­ið 2024. Édou­ard Phil­ippe for­sæt­is­ráð­herra hef­ur boð­að al­þjóð­lega hönn­un­ar­sam­keppni fyr­ir nýja kirkju­spíru.

Bú­ast má við því að verk­efn­ið verði bæði flók­ið og dýrt. Frakk­ar búa hins veg­ar svo vel að fjöldi sér­fræð­inga og verk­taka hef­ur boð­ið fram krafta sína. Þá hafa auðjöfr­ar og stór­fyr­ir­tæki heit­ið hundruð­um millj­óna evra til verk­efn­is­ins. Á með­an kirkj­an und­ir­gengst við­gerð­ir stend­ur svo til að reisa bráða­birgða­kirkju úr viði á kirkju­torg­inu svo sókn­ar­börn geti áfram sótt mess­ur.

NORDICPHOTOS/AFP

Kirkj­an stór­skemmd­ist í bruna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.