Mark­mið­ið er að fara á HM í haust

Fréttablaðið - - SPORT - hjor­[email protected]­bla­did.is

Sindri Hrafn Guð­munds­son spjót­kast­ari hef­ur ver­ið að glíma við eymsli í baki und­an­farn­ar vik­ur en stefn­ir á að snúa aft­ur á kast­braut­ina um miðj­an maí. Þar ætl­ar hann að kasta á inn­an­skóla­móti þar sem hann stefn­ir að því að kom­ast inn á NCAA-meist­ara­mót­ið sem er sterk­asta spjót­kast­skeppni banda­rísku há­skól­anna. Sindri Hrafn lenti í þriðja sæti á NCAA í fyrra­sum­ar en mót­ið er hald­ið í byrj­un júní. Hann seg­ir bakeymsl­in hafi hald­ið hon­um frá því að kasta síð­ustu vik­ur en meiðsl­in séu þó ekki al­var­leg og muni ekki verða hon­um til trafala í sum­ar og í haust þeg­ar heims­meist­ara­mót­ið fer fram. Sindri Hrafn er með það sem lang­tíma­markmið að ná lág­marki inn á heims­meist­ara­mót­ið. Til þess þarf hann að kasta 83 metra en hann á best 80,91 metra. Hann tel­ur raun­hæft að kasta yf­ir 83 metra á þessu ári. „Þessi meiðsli hafa ver­ið að plaga mig og ég ákvað að taka mér hvíld til þess að vera fersk­ur fyr­ir NCAA. Ég ætti að eiga auð­velt með að kasta mig inn á það mót og mig lang­ar mjög að gera bet­ur þar en í fyrra. Bak­meiðsl­in eru bólgu­mynd­un sem hef­ur geng­ið til baka og ég stefni á að kasta á inn­an­skóla­móti eft­ir tvær vik­ur,“seg­ir Sindri Hrafn í sam­tali við Fréttablaðið. „Þeg­ar skól­an­um er lok­ið og eft­ir NCAA mun ég koma heim og æfa und­ir stjórn Ein­ars Vil­hjálms­son­ar og taka þátt í Meist­ara­móti Ís­lands og þeim mót­um sem eru heima í sum­ar. Þá er ég að pæla í að taka þátt í móti í Gauta­borg. Á þess­um mót­um er ég með það að mark­miði að kasta yf­ir 83 metra og tryggja mig inn á heims­meist­ara­mót­ið sem hald­ið er næsta haust,“seg­ir hann enn frem­ur um fram­hald­ið. „Ég á best 80,91 metra og ég tel það klár­lega vel mögu­legt að fara yf­ir 83 metr­ana á þessu ári. Mitt besta kast kom á síð­asta ári og mér finnst ég al­veg klár­lega eiga nokkra metra inni. Bak­ið ætti ekki að koma í veg fyr­ir að ég nái því mark­miði að keppa á heims­meist­ara­mót­inu. Nú verð ég bara að æfa vel þeg­ar bak­ið er kom­ið í lag og halda áfram að bæta mig,“seg­ir Sindri um vænt­ing­ar sín­ar fyr­ir það sem eft­ir er árs. Sindri stund­ar nám og æf­ir í Utah í Banda­ríkj­un­um en hann á eitt ár eft­ir af skól­an­um. Hann seg­ist ekki vera far­inn að pæla í því hvað hann ger­ir eft­ir það. „Það eru fín­ar að­stæð­ur hér til þess að æfa og keppa þrátt fyr­ir að það sé snjó­þungt á vet­urna. Það er orð­ið hlýtt núna og að­stæð­ur eins og best verð­ur á kos­ið. Mér líð­ur vel hérna úti og ég hef bætt mig jafnt og þétt með­an á dvöl minni hef­ur stað­ið. Ég er ekki far­inn að pæla í því hvað ég geri næsta vor enda næg­ur tími til þess að pæla í því,“seg­ir hann um fram­tíð­ina.

NORDICPHOTOS/GETTY

Sindri Hrafn stefn­ir á að bæta sig um tvo metra á ár­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.