Stór­leik­ur í 32liða úr­slit­un­um

Fréttablaðið - - SPORT - – kpt

Það er stór­leik­ur strax í 32-liða úr­slit­um Mjólk­ur­bik­ars­ins þeg­ar ríkj­andi Ís­lands­meist­ar­ar Vals taka á móti FH á Origo-vell­in­um. Dreg­ið var í höf­uð­stöðv­um KSÍ í gær og fara leik­irn­ir fram í byrj­un næstu viku.

Val­ur sem er næst­sig­ur­sæl­asta fé­lag­ið í keppn­inni með ell­efu bikar­meist­ara­titla fékk heima­leik gegn FH. Hafn­firð­ing­ar hafa tví­veg­is lyft bik­arn­um en níu ár eru lið­in frá síð­asta bikar­meist­ara­titli þeirra.

Titil­vörn ríkj­andi bikar­meist­ar­anna í Stjörn­unni hefst í Vest­manna­eyj­um þar sem Garð­bæ­ing­ar mæta í seinni við­ur­eign liða úr efstu deild ÍBV sem varð bikar­meist­ari fyr­ir tveim­ur ár­um.

Blikar, sem þurftu að horfa á eft­ir titl­in­um til Stjörn­unn­ar á síð­asta ári, fara til Greni­vík­ur og mæta Magna á með­an KR datt í lukkupott­inn og fékk heima­leik gegn Dal­vík/Reyni úr 2. deild­inni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.