Ingi Jó­hann og Anna í stjórn Loft­leiða Ca­bo Ver­de

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - - kij

Systkin­in Anna og Ingi Jó­hann Guð­munds­börn, stærstu eig­end­ur út­gerð­ar­fé­lags­ins Gjög­urs, hafa tek­ið sæti í stjórn fé­lags sem keypti fyrr á ár­inu 51 pró­sents hlut í rík­is­flug­fé­lag­inu Ca­bo Ver­de Air­lines á Græn­höfða­eyj­um.

Um leið hafa þeir Bald­vin Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri við­skipta­þró­un­ar Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Eim­skips, og Stein­grím­ur Hall­dór Pét­urs­son, fjár­fest­ir og fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs Olís, geng­ið úr stjórn fé­lags­ins sem ber heit­ið Loft­leið­ir Ca­bo Ver­de.

Björgólf­ur Jó­hanns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, leið­ir fjár­festa­hóp­inn sem tek­ur þátt, ásamt Loft­leið­um Icelandic, dótt­ur­fé­lagi flug­fé­lags­ins, í kaup­un­um. Björgólf­ur þekk­ir vel til systkin­anna en hann sit­ur í stjórn Gjög­urs með

Önnu og þá eru þeir Ingi Jó­hann jafn­framt stjórn­ar­menn í Sjóvá.

Stjórn­völd á Græn­höfða­eyj­um sam­þykktu í lok fe­brú­ar kauptil­boð Loft­leiða Ca­bo Ver­de sem hljóð­aði upp á jafn­virði 175 millj­óna króna en til við­bót­ar hyggst fé­lag­ið leggja rík­is­flug­fé­lag­inu til um 730 millj­ón­ir.

Loft­leið­ir Icelandic fara með 70 pró­senta hlut í Loft­leið­um Ca­bo Ver­de og fjár­festa­hóp­ur­inn 30 pró­senta hlut.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.