ESA borg­ar sig

Fréttablaðið - - LEGSTEINAR - Björn Berg Gunn­ars­son fræðslu­stjóri Ís­lands­banka

Mennta­mála­ráð­herra lýsti á dög­un­um áhyggj­um sín­um af spekileka frá land­inu. Það er gott að hið op­in­bera gefi mál­efn­inu gaum en vegna smæð­ar sam­fé­lags­ins og tak­mark­aðra tæki­færa ætti ekki að koma á óvart að spreng­lært fólk kjósi af og til að freista gæf­unn­ar ut­an land­stein­anna.

Í ljósi þessa mætti hvetja til þess að kraft­ur verði lagð­ur í að­ild­ar­ferli Ís­lands að Geim­vís­inda­stofn­un Evr­ópu (ESA). Það er auð­velt að af­skrifa og gera grín að draumór­um um ís­lenska geim­ferða­áætl­un en mál­ið snýst um allt ann­að og meira. Á verk­sviði stofn­un­ar­inn­ar er marg­vís­leg starf­semi, allt frá hug­bún­að­ar­þró­un að jarð­fræði og veð­ur­rann­sókn­um. Hver að­ild­ar­þjóð stýr­ir sinni þátt­töku að um­tals­verðu leyti og leit­ast þannig við að nýta krafta síns fólks sem best.

Fjár­fram­lag hvers lands bygg­ir á lands­fram­leiðslu þess og um­fangi þátt­töku. Evr­ópu­sam­bands­þjóð­ir, auk Nor­egs, Sviss og Kan­ada, eru að­il­ar að stofn­un­inni en ESB legg­ur auk þess til tæp­an fjórð­ung fjár

fram­laga. Að lág­marki er and­virði greiðslna til ESA svo lát­ið renna til baka til að­ild­ar­þjóð­ar í formi verk­efna sem leyst eru þar í landi. Fram­lög­in eru því í raun ekki greidd úr landi held­ur nýt­ast að fullu í vís­indastarf heima fyr­ir auk þess sem all­ir njóta góðs af viða­miklu sam­starfi á sviði stofn­un­ar­inn­ar. Ef þátt­taka okk­ar Ís­lend­inga væri hlut­falls­lega svip­uð og þátt­taka hinna Norð­ur­landa­þjóð­anna að jafn­aði næmu ár­leg fjár­fram­lög okk­ar um 390 millj­ón­um króna. Í svari ut­an­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn varð­andi stöðu mála fyr­ir nokkru kom þó fram að fram­lag­ið gæti orð­ið um­tals­vert minna, en um­sókn­ar­ferl­ið sjálft gæti þó tek­ið „um eða yf­ir ára­tug“. Það teldi ég góða fjár­fest­ingu en of lang­an tíma.

Fjöldi Ís­lend­inga starfar nú í út­lönd­um við verk­efni sem hægt væri að bjóða upp á hér á landi ef Ís­land gerð­ist að­ili að ESA. Aðild­in væri mik­il­væg­ur tappi í spekilek­ann sem mennta­mála­ráð­herra ræddi, væri lyfti­stöng fyr­ir raun­grein­a­nám og byði ís­lensku vís­inda­fólki fleiri og áhuga­verð­ari at­vinnu­tæki­færi.

Vegna smæð­ar sam­fé­lags­ins og tak­mark­aðra tæki­færa ætti ekki að koma á óvart að spreng­lært fólk kjósi af og til að freista gæf­unn­ar ut­an land­stein­anna

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.