Mar­el efn­ir til fjár­festa­dags í Hollandi

Fréttablaðið - - LEGSTEINAR -

Mar­el efn­ir til fjár­festa­dags í Boxmeer í Hollandi hinn 2. maí en þar er fyr­ir­tæk­ið með starf­semi og sýn­ing­ar­sal. Stefnt er að því að skrá hluta­bréf fé­lags­ins í Euronext-kaup­höll­ina í Am­ster­dam í Hollandi sam­hliða skrán­ingu á Íslandi. Lyk­il­stjórn­end­ur, þar á með­al Árni Odd­ur Þórð­ar­son for­stjóri og Linda Jóns­dótt­ir fjár­mála­stjóri, munu flytja er­indi um vöxt Mar­els frá sprota í leið­toga á heims­mark­aði, fara yf­ir hvernig horf­ur eru

á mörk­uð­um, fjár­mál Mar­els, við­skipta­mód­el­ið og stefnu fyr­ir­tæk­is­ins. Enn frem­ur munu stjórn­end­ur flytja er­indi sem lúta að virð­iskeðj­unni og því að veita þjón­ustu á heims­mark­aði, tækni­þró­un í mat­væla­fram­leiðslu og ný­sköp­un í sam­starfi við aðra og með Innova-tækni. Mar­el hélt sinn fyrsta fjár­festa­dag er­lend­is í nóv­em­ber ár­ið 2017 í Dan­mörku en fyr­ir­tæk­ið rek­ur sýn­ing­ar­sal í Kaup­manna­höfn.

Árni Odd­ur Þórð­ar­son.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.