Ljós­ið frá sím­un­um vakti hina dauðu

Fréttablaðið - - SMÁAUGLÝSINGAR - Jón­as Sen

TÓNLIST

Moz­art: Pí­anókonsert nr. 20 og Sálu­messa. Sin­fón­íu­hljóm­sveit Norð­ur­lands lék ásamt Söng­sveit­inni Fíl­harm­ón­íu og Kammerkór Norð­ur­lands

Ein­leik­ari: Al­ex­and­er Edel­stein Stjórn­andi: Anna-Maria Hels­ing Lang­holts­kirkja

Föstu­dag­inn langa

Það er um­deil­an­leg ákvörð­un af Menn­ing­ar­fé­lagi Akur­eyr­ar að hafa tón­leika­skrár Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Norð­ur­lands ein­göngu á ra­f­rænu formi. Ákvörð­un­in er sögð vera af um­hverf­is­ástæð­um. Þetta má þó ekki vera á kostn­að upp­lif­un­ar­inn­ar á tón­leik­um. Í Hofi á Akur­eyri eru nauð­syn­leg­ar upp­lýs­ing­ar á skjá fyr­ir of­an hljóm­sveit­ina, en ekk­ert slíkt var í boði þeg­ar sveit­in kom fram í Lang­holts­kirkju á föstu­dag­inn langa.

Tvö verk voru á dag­skránni, bæði eft­ir Moz­art. Hið fyrra var pí­anókonsert nr. 20 og ein­leik­ari var Al­ex­and­er Edel­stein. Hann spil­aði vask­lega og hristi alls kon­ar tóna­hlaup fram úr erm­inni. Þetta vakti að­dá­un konu fyr­ir fram­an und­ir­rit­að­an, og hún dró síma upp úr vesk­inu og byrj­aði að lesa um ein­leik­ar­ann. Ljós­ið frá skján­um var af­ar trufl­andi og eyði­lagði upp­lif­un­ina af tón­list­inni allt of lengi. Því mið­ur var það ekk­ert eins­dæmi, eins og sjá mátti af skjá­um víðs veg­ar um kirkj­una á með­an Al­ex­and­er lék.

Skort­ur á styrk­leikaj­afn­vægi

Ein­hverj­ir virð­ast hafa kvart­að yf­ir þessu, því eft­ir hlé, rétt áð­ur en hitt verk­ið var flutt, steig kona fram fyr­ir tón­leika­gesti og bað fólk vin­sam­leg­ast um að vera ekki í sím­un­um á með­an á tón­listar­flutn­ingi stæði. Það væri svo trufl­andi!

Um­rædd tón­smíð var sálu­mess­an eft­ir Moz­art, sem á sér langa og merki­lega sögu, og feng­ur hefði ver­ið fyr­ir marga að glugga í tón­leika­skrána á með­an tón­list­in hljóm­aði. Fyr­ir­komu­lag­ið var því tals­verð­ur galli á tón­leik­un­um.

Hljóm­sveit­in má samt eiga það að hún spil­aði prýði­lega. Að vísu var upp­haf­ið að ein­um kafl­an­um í sálu­mess­unni dá­lít­ið grugg­ugt hjá sellóog víólu­leik­ur­um, en í það heila var spila­mennsk­an fag­mann­leg og tær und­ir líf­legri stjórn Önnu-Mariu Hels­ing.

Söng­sveit­in Fíl­harm­ón­ía og Kammerkór Norð­ur­lands sungu einnig margt ágæt­lega, söng­ur­inn var ör­ugg­ur og hreinn. Því mið­ur var hann líka frem­ur belg­ings­leg­ur á köfl­um; vissu­lega eru magn­að­ir hápunkt­ar í kór­köfl­un­um en hljómstyrk­ur­inn má ekki skerða feg­urð­ina. Víða var kraft­ur­inn svo mik­ill að kór­söng­ur­inn drekkti hljóm­sveit­ar­leikn­um, nokk­uð sem er óhugs­andi. Moz­art samdi til­finn­inga­þrungna tónlist, en henn­ar helsta ein­kenni er samt fág­un og hana var ekki alltaf að finna í sálu­mess­unni í þetta sinn.

Mis­tæk­ur ein­söng­ur

Fjór­ir ein­söngv­ar­ar voru í miðl­ungsveiga­miklu hlut­verki, þau Helena Guð­laug Bjarna­dótt­ir, Hanna Dóra St­urlu­dótt­ir, Garð­ar Thór Cortes og Ág­úst Ólafs­son. Helena Guð­laug var ansi mjóróma og lít­ið heyrð­ist í Ág­ústi. Garð­ar Thór hefði hins veg­ar mátt dempa sig að­eins, þótt hann hafi sung­ið prýði­lega í sjálfu sér, en Hanna Dóra söng af ör­yggi. Heild­ar­svip­ur­inn var ekki góð­ur, styrk­leika­hlut­föll­in voru und­ar­leg, radd­irn­ar fjór­ar pöss­uðu illa sam­an og út­kom­an var hvorki fugl né fisk­ur.

Al­ex­and­er, sem lék ein­leik­inn í pí­anókonsert­in­um, spil­aði vask­lega eins og áð­ur seg­ir. Hann er korn­ung­ur og enn í námi, en frammistaða hans var samt að­dá­un­ar­verð, hún ein­kennd­ist af til­finn­inga­dýpt og tækni­legu ör­yggi. Miðkafl­inn var þó helst til hrað­ur; hin him­neska ró sem þar svíf­ur yf­ir vötn­um hefði mátt vera meira ríkj­andi, auk þess sem síð­asti kafl­inn hefði þurft vera stöð­ugri í takti, sér­stak­lega í byrj­un­inni. En al­mennt tal­að var leik­ur Al­ex­and­ers glæsi­leg­ur og gef­ur fyr­ir­heit um bjarta fram­tíð. Spenn­andi verð­ur að fylgj­ast með hon­um á tón­leikap­all­in­um, og þá án þess að sím­ar séu að trufla.

NIЭUR­STAÐA: Sálu­messu Moz­arts skorti fág­un, en ein­leik­ar­inn í pí­anókonsert nr. 20 er efni­leg­ur.

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Leik­ur Al­ex­and­ers var glæsi­leg­ur, seg­ir í dómn­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.