Gef­ast upp vegna álags

Nýlið­un með­al sjúkra­liða hef­ur ekki geng­ið í takt við spár. Formað­ur Sjúkra­liða­fé­lags­ins seg­ir stétt­ina vera að gef­ast upp vegna vinnu­álags á sama tíma og eft­ir­spurn fer vax­andi.

Fréttablaðið - - NEWS - FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM [email protected]­bla­did.is

Mörg dæmi eru um að sjúkra­lið­ar gef­ist upp vegna vinnu­álags og hef­ur nýlið­un í fag­inu ekki geng­ið eft­ir. Líkt og greint var frá í síð­ustu viku er al­var­leg­ur skort­ur á hjúkr­un­ar­fræð­ing­um á Land­spít­al­an­um og hef­ur þurft að fresta að­gerð­um vegna þess. Ást­and­ið er einnig slæmt þeg­ar kem­ur að sjúkra­lið­um og seg­ir Sandra B. Franks, formað­ur Sjúkra­liða­fé­lags Ís­lands, að ef ekki verði að gert muni heil­brigð­is­þjón­usta skerð­ast.

Alls eru 2.100 sjúkra­lið­ar starf­andi á Íslandi í dag og er með­al­ald­ur­inn 47 ára. Sam­kvæmt mannafla­spá Embætt­is land­lækn­is frá ár­inu 2010 var gert ráð fyr­ir að þeir yrðu fleiri en 2.800 ár­ið 2019. Er þá gert ráð fyr­ir 114 nýj­um sjúkra­lið­um ár­lega til árs­ins 2030 en sú spá hef­ur ekki ræst til þessa. Að­eins um 60 af þeim sem út­skrif­ast á hverju ári fara að starfa við fag­ið á sama tíma og 20 láta af störf­um á ári sök­um ald­urs eða ör­orku. Það hef­ur leitt til þess að meiri­hluti þeirra sem starfa á öldrun­ar­heim­il­um eru ófag­lærð­ir.

Sandra seg­ir þörf­ina á sjúkra­lið­um ekki jafn sýni­lega og þeg­ar kem­ur að hjúkr­un­ar­fræð­ing­um þar sem hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar geti geng­ið í störf sjúkra­liða en ekki öf­ugt. Ein birt­ing­ar­mynd vand­ans er að skort­ur á sjúkra­lið­um eyk­ur álag­ið á hjúkr­un­ar­fræð­inga sem og ann­að sam­starfs­fólk. „Ef það er ekk­ert gert í mál­un­um þá end­ar þetta með mjög skertri þjón­ustu og lé­legri gæð­um.“

Laun­in og starfs­um­hverf­ið eru það sem skipt­ir öllu í þessu sam­hengi. „Fólk sem er að vinna krefj­andi og erf­ið störf, þar sem ver­ið er að sinna sjúk­ling­um á þeirra verstu tím­um í líf­inu, ræð­ur yf­ir­leitt ekki við að vinna í meira en 80 pró­sent hlut­falli í vakta­vinnu, á með­an vinnu­vik­an er 40 klukku­stund­ir. En vand­inn er sá að eng­inn lif­ir á 80 pró­sent laun­um, þá fer fólk ann­að,“seg­ir Sandra. Hún hef­ur sjálf unn­ið nokk­ur tíma­bil í 100 pró­sent starfs­hlut­falli, hún seg­ir það ekki ganga til langs tíma. „Það er ekk­ert heil­brigt við það að vinna á þrí­skipt­um vök­um í 100 pró­sent vinnu,“seg­ir Sandra.

Sjúkra­lið­ar hafa í lang­an tíma ver­ið lang­stærsti hóp­ur­inn sem sótt hef­ur til VIRK end­ur­hæf­ing­ar­mið­stöðv­ar vegna al­var­legr­ar kuln­un­ar í starfi. Hef­ur fé­lag­ið tek­ið eft­ir fjölg­un þeirra sem bún­ir eru með veik­inda­rétt­inn hjá vinnu­veit­anda og sækja um sjúkra­dag­pen­inga.

Sandra seg­ir það skjóta skökku við að þró­un­in sé á þessa leið á sama tíma og þörf­in fyr­ir heil­brigð­is­þjón­ustu fer vax­andi. „Ís­lend­ing­ar lifa leng­ur og hóp­ur­inn sem þarf á þjón­ust­unni að halda stækk­ar. Fólk er með fjöl­þætt vanda­mál sem kalla á flók­in hjúkr­un­ar­verk­efni og fag­að­stoð. Það end­ar ekki vel þeg­ar álag­ið eykst á sama tíma og stétt­in er að gef­ast upp vegna vinnu­álags. Þetta er sam­fé­lags­legt verk­efni sem þarf að fara of­an í saum­ana á.“

Sandra B. Franks, formað­ur Sjúkra­liða­fé­lags Ís­lands Fólk sem er að vinna krefj­andi og erf­ið störf, þar sem ver­ið er að sinna sjúk­ling­um í sín­um verstu tím­um í líf­inu, ræð­ur yf­ir­leitt ekki við að vinna í meira en 80 pró­sent hlut­falli í vakta­vinnu, á með­an vinnu­vik­an er 40 klukku­stund­ir. En vand­inn er sá að eng­inn lif­ir á 80 pró­sent laun­um, þá fer fólk ann­að.

Alls eru 2.100 sjúkra­lið­ar starf­andi á Íslandi í dag, sam­kvæmt spá Land­lækn­is frá ár­inu 2009 var gert ráð fyr­ir að þeir yrðu 2.800.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.