Launa­kostn­að­ur Sím­ans auk­ist um 115 millj­ón­ir

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Launa­kostn­að­ur Sím­ans mun hækka um 115 millj­ón­ir króna á ár­inu, að því gefnu að í kjara­samn­ing­um verði sam­ið um krónu­tölu­hækk­an­ir í stað pró­senta og á svip­uð­um nót­um og ný­gerð­ir kjara­samn­ing­ar. Þetta er mat Hag­fræði­deild­ar Lands­bank­ans og birt­ist í af­komu­spá.

Stjórn­end­ur Sím­ans hafa gef­ið það út að brugð­ist verði við hækk­un­um með aukn­um hag­ræð­ing­ar­að­gerð­um með það að mark­miði að halda launa­kostn­aði í svip­aðri krónu­tölu milli ára. Hag­fræði­deild Lands­bank­ans ger­ir ráð fyr­ir að það tak­ist að mestu hjá fyr­ir­tæk­inu.

Að sama skapi ráð­gera grein­end­ur bank­ans að launa­kostn­að­ur Sýn­ar muni aukast um 90 millj­ón­ir króna á ár­inu mið­að við 550 starfs­menn í kjöl­far nýrra kjara­samn­inga en slá sama varnagla og við spána varð­andi Sím­ann. –

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.