Vöxt­ur Arctic Ad­vent­ur­es ekki dreg­ið úr gæð­um

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

„Það er alrangt að dreg­ið hafi úr gæð­um í ferða­þjón­ustu sam­hliða vexti Arctic Ad­vent­ur­es. Það end­ur­spegl­ast með­al ann­ars í fjöl­breytt­ara vöru­fram­boði, sem marg­ir ferða­menn sækj­ast í, og auknu ör­yggi ferða­manna,“seg­ir Jón Þór Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Arctic Ad­vent­ur­es.

Leið­sögn, stétt­ar­fé­lag leið­sögu­manna, sagði í bréfi til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að auk­in stærð og mark­aðs­styrk­ur Arctic Ad­vent­ur­es hafi hing­að til leitt til þess að gæð­um ferða­þjón­ust­unn­ar hafi hrak­að í hlut­falli við vax­andi styrk fyr­ir­tæk­is­ins.

Stétt­ar­fé­lag leið­sögu­manna, með Ind­riða Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóra, í stafni, lagð­ist gegn samruna Arctic Ad­vent­ur­es og Into the Glacier og fleiri fé­laga, sem Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið heim­il­aði og taldi hann geta haft áhrif á kjör leið­sögu­manna.

„Við­skipta­vin­um fjölg­aði veru­lega í fyrra. Þeir töldu 300 þús­und og það stefn­ir í veru­lega aukn­ingu í ár. Ef þjón­ust­an væri slök myndu ferða­menn­irn­ir leita ann­að. Á tím­um sam­fé­lags­miðla og ferð­a­síðna spyrst fljótt út þeg­ar fyr­ir­tæki veita slæma þjón­ustu,“seg­ir Jón Þór.

Í bréfi Leið­sagn­ar seg­ir að fjöldi starfs­manna hjá Arctic Ad­vent­ur­es hafi leit­að til stétt­ar­fé­lags­ins vegna vanefnda fyr­ir­tæk­is­ins á kjara­samn­ingi. Auk­in­held­ur séu starfs­menn, fyrst og fremst er­lend­ir, skráð­ir í önn­ur stétt­ar­fé­lög sem ekki fylgi kjara­samn­ingi fyr­ir störf­in og hóti at­vinnum­issi leiti þeir til fé­lags­ins.

„Þetta er ekki rétt. Við höf­um ekki feng­ið kvart­an­ir frá starfs­fólki og ef það koma upp vanda­mál leys­um við að sjálf­sögðu úr þeim. Okk­ur er annt um starfs­menn okk­ar. Hér starfa hátt í 200 leið­sögu­menn, ís­lensk­ir og er­lend­ir. Marg­ir ís­lensku leið­sögu­mann­anna eru með þeim reynd­ari sem starfa á land­inu. Starfs­menn hafa frjáls­ar hend­ur í hvaða stétt­ar­fé­lagi þeir eru, enda er fé­laga­frelsi mik­il­vægt í ís­lensk­um lög­um. Það geta ver­ið ýms­ar ástæð­ur fyr­ir því að þeir kjósi að vera í öðr­um stétt­ar­fé­lög­um, til að mynda sjúkra­rétt­indi eða að­gang­ur að or­lofs­hús­um. Kjara­samn­ing­ur leið­sögu­manna stend­ur sama í hvaða stétt­ar­fé­lagi fólk er.“

Jón Þór seg­ir að það sé mis­skiln­ing­ur að laun leið­sögu­manna hafi lækk­að við samruna við Extreme Ice­land ár­ið 2017. Sam­legð hafi ver­ið í samrun­an­um sem hafi gert það að verk­um að færra starfs­fólk þurfi til. „ Arctic Ad­vent­ur­es tók yf­ir fram­kvæmd á öll­um ferð­um og þeg­ar í ljós kom að bæta þurfti við starfs­fólki hjá Arctic voru þau störf aug­lýst, og sóttu marg­ir um sem áð­ur höfðu unn­ið fyr­ir Extreme Ice­land og eru núna mik­il­væg­ur hluti af okk­ar leið­sögu­manna­hópi. Þetta sner­ist ekki um að ráða fólk á lægra kaupi.“

Jón Þór Gunn­ars­son.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.