Dap­ur veru­leiki

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Guð­laug B. Guð­jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krabba­meins­fé­lags Ís­lands, seg­ir það ólíku sam­an að jafna að grein­ast með krabba­mein á lands­byggð­inni og í höf­uð­borg­inni. Veru­leik­inn sem við bú­um við sé á þann veg að sér­hæfða heil­brigð­is­þjón­ustu er að­eins hægt að fá á til­tölu­lega fá­um stöð­um hér á landi. „Það ligg­ur í hlut­ar­ins eðli að það er meiri pakki þeg­ar fólk þarf að fara af heim­il­inu og vera í burtu. Bæði er það fjár­hags­lega erf­ið­ara en líka verð­ur fé­lags­lega meira álag á alla. Að ein­hverju leyti er þetta veru­leik­inn sem við bú­um við. Það er þannig að það geta ekki all­ir feng­ið krabba­meins­með­ferð í heima­byggð vegna fá­menn­is. Hins veg­ar hef­ur það auk­ist að ver­ið er að gefa með­ferð­ir víða um land með öfl­ug­um stuðn­ingi frá Land­spít­ala. Það hef­ur breytt mynd­inni gagn­vart ein­hverj­um en alls ekki gagn­vart öll­um.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.