Vilja um­hverf­i­s­vænni höfn

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Hverf­is­nefnd Odd­eyr­ar á Akur­eyri vill láta at­huga hvort raun­hæft sé á næstu ár­um að tengja skemmti­ferða­skip við landraf­magn. Í fund­ar­gerð hverf­is­nefnd­ar kem­ur fram að allt að fjög­ur skip spúi út­blæstri yf­ir hverf­ið að sum­ar­lagi. Þar að auki er hverf­ið um­lukt þung­um um­ferð­ar­göt­um, Gler­ár­götu og Strand­götu. Fyrsta skemmti­ferða­skip sum­ars­ins kem­ur til Akur­eyr­ar í byrj­un maí. Stærsta skemmti­ferða­skip sum­ars­ins er Norweg­i­an Getaway, með rétt um 4.000 far­þega og 1.646 manna áhöfn. Áætl­að­ar skipa­kom­ur í sum­ar eru 208 og má bú­ast við í kring­um 160.000 far­þeg­um, eða um 18,5 pró­senta fjölg­un frá því í fyrra.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.