ÍSAM stend­ur við verð­hækk­an­ir sín­ar

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Her­mann Stef­áns­son, fram­kvæmda­stjóri ÍSAM, seg­ir að ekk­ert hafi breyst með sam­þykki nýrra kjara­samn­inga. Fyr­ir­tæk­ið standi við þær hækk­an­ir sem boð­að­ar höfðu ver­ið.

„Það hef­ur ekk­ert breyst þó að samn­ing­arn­ir hafi ver­ið sam­þykkt­ir. Þetta var ekki hót­un um það að það ætti að fella þá,“sagði Her­mann Stef­áns­son, for­stjóri ÍSAM, í sam­tali við Fréttablaðið.

ÍSAM er ekki eina fyr­ir­tæk­ið sem hef­ur boð­að hækk­an­ir í kjöl­far nýrra kjara­samn­inga. Ömmu­bakst­ur/Gæða­bakst­ur hef­ur einnig boð­að um 6 pró­senta hækk­un á sín­um vör­um. Fram­kvæmda­stjóri sagði um helg­ina að þrír þætt­ir hefðu áhrif á hækk­an­ir, það væri hækk­un á verði hveit­is, breytt gengi og ný­ir kjara­samn­ing­ar.

Formað­ur VR er sátt­ur við nið­ur­stöðu at­kvæða­greiðslu um nýja kjara­samn­inga. Hann seg­ir að harka­lega verði brugð­ist við verði af verð­hækk­un­um ÍSAM og annarra fyr­ir­tækja.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.