Fa­steign vik­unn­ar

úr Fa­steigna­blaði Frétta­blaðs­ins

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Glæsi­leg íbúð að Sunnu­smára 24-28 í Kópa­vogi, 12 íbúð­ir eft­ir en í næstu viku fara á sölu Sunnu­smári 16-18 sem eru svip­að­ar íbúð­ir. Hér er um að ræða góða 3ja her­bergja íbúð 101 sem er sam­tals 99,4 fm á 1. hæð. Í eign­inni er and­dyri og hol með fata­skáp. Stórt samliggj­andi stofu- og eld­hús­rými, úr stofu er út­gengt á sval­ir. Eld­hús­ið er með góðri inn­rétt­ingu og vönd­uð­um tækj­um, inn­byggð­ur ís­skáp­ur og upp­þvotta­vél fylgja. Svefn­her­berg­in tvö eru með fata­skáp­um. Bað­her­berg­ið er fal­lega inn­rétt­að og flísa­lagt með hita í gólfi, sal­erni er vegg­hengt, ein­halla sturta með góðu að­gengi og gler­skil­rúmi. Þvotta­hús er sér inn­an íbúð­ar, full­bú­ið og flísa­lagt. Eign­inni fylg­ir stæði í bíla­geymslu sem og geymsla í sam­eign ásamt hjóla- og vagna­geymslu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.