Veg­vís­ar og heil­ög vé

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Óm­ar Ragn­ars­son

Á þess­ari öld hef­ur skap­ast al­þjóð­leg við­ur­kenn­ing á al­gerri sér­stöðu ósnort­inn­ar ís­lenskr­ar nátt­úru á hinum eld­virka hluta Ís­lands. Hún er slík, að jafn­vel fræg­asti þjóð­garð­ur heims, Yellow­st­one, kemst ekki á blað í riti um helstu und­ur ver­ald­ar, þar sem Ís­land trón­ir á toppn­um.

Áveg­ferð fólks og þjóða birt­ast oft veg­vís­ar í formi orða eða gjörða. „Vest­manna­eyj­ar skulu rísa,“sagði Ólaf­ur Jó­hann­es­son í sjón­varps­þætti í byrj­un goss­ins í Heima­ey, og þau orð urðu veg­vís­ar fyr­ir þjóð­ina. „Tími stórra vatns­afls­virkj­ana er lið­inn,“sagði for­sæt­is­ráð­herra Norð­manna 2002 þótt hægt væri þá með risa­virkj­un­um á há­lendi Nor­egs að virkja næst­um eins mik­ið af l og sam­svar­aði öllu vatns­afli Ís­lands. Orð Bondevik standa.

Hér á landi má sjá veg­vísa fyr­ir veg­ferð okk­ar í orku­mál­um, sem hafa birst á síð­ustu fimm ár­um og vísa all­ir í sömu átt og þekkt­ur er­lend­ur blaða­mað­ur með umhverfismál sem sér­grein orð­aði við mig í for­spá í Ís­lands­heim­sókn um síð­ustu alda­mót. Hann sagði við mig: „Eft­ir við­töl mín við helstu áhrifa­menn Ís­lands er nið­ur­staða mín sú að þið Ís­lend­ing­ar mun­ið ekki linna lát­um fyrr en þið haf­ið virkj­að allt vatns­afl og jarð­varma­afl lands­ins, hvern ein­asta læk og hvern ein­asta hver.“Ég hrökk við, en veg­vís­arn­ir, sem birst hafa síð­an, vísa of marg­ir í sömu átt og þessi for­spá til þess að hægt sé að yppta öxl­um. Nefna má tíu veg­vísa á síð­ustu fimm ár­um sem dæmi:

1. Hand­sal for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands og Bret­lands varð­andi sæ­streng á milli land­anna.

2. Stofn­un fé­lags um fram­kvæmd

ina.

3. For­stjóri Lands­virkj­un­ar seg­ir á lands­fundi LV: „ Það er ekki spurn­ing um hvort, held­ur hvenær sæ­streng­ur verð­ur lagð­ur.

4. Birt orku­stefna þess efn­is að tvö­falda skuli orku­fram­leiðslu lands­ins þannig að ár­ið 2025 fram­leiði Ís­lend­ing­ar tíu sinn­um meiri raf­orku en við þurf­um sjálf­ir fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki og heim­ili. 5. Landsnet sæk­ir fast að njörva land­ið nið­ur í risa­há­spennu­lín­ur, með­al ann­ars í tveim­ur „mann­virkja­belt­um“yf­ir mið­há­lend­ið. 6. Virkj­an­ir í ramm­a­áætl­un nálg­ast hundrað. Fyr­ir eru þeg­ar um þrjá­tíu reist­ar virkj­an­ir. 7. Orku­mála­stjóri upp­lýs­ir í sjón­varps­þætti að til við­bót­ar við ramm­a­áætl­un liggi fyr­ir um­sókn­ir um rann­sókn­ar­leyfi fyr­ir 100 nýj­um vatns­afls­virkj­un­um, minna en 10 mega­vött hver. 10x100 eru alls 1.000 mega­vött, þriðj­ungi meira en afl Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Út úr ein­faldri sam­lagn­ingu á öll­um nú­ver­andi virkj­ana­kost­um í vatns­afli og gufu­afli kem­ur tal­an 230. 8. Birt­ar eru áætlan­ir um risa­vaxna vind­myll­u­garða sem geti orð­ið af svip­aðri stærð hver og stór­virkj­un í vatns­afli. Allt land­ið er und­ir, frá há­lend­inu til strand­lengj­unn­ar.

9. Frið­rik Árni Frið­riks­son Hirst upp­lýs­ir í við­tali á mbl.is að í nú­ver­andi til­lögu um lög­gild­ingu Orkupakka 3 fel­ist „stjórn­skipu­leg óvissa“varð­andi þá fyr­ir­vara sem gerð­ir eru. Ef sam­vinnu­nefnd EES tæki þessa fyr­ir­vara upp í bók­un yrði óviss­unni frek­ar eytt. Þetta leið­ir hug­ann að sæ­strengs­mál­inu.

10. Ár­um sam­an hef­ur ver­ið hamr­að á „af­hend­ingarör­yggi“varð­andi raflín­ur. Nágranna­þjóð­ir okk­ar hafa fleiri en einn streng. Sæ­streng­ur til Ís­lands kost­ar hátt í þús­und millj­arða. Tveir streng­ir kalla á miklu fleiri virkj­an­ir en einn streng­ur. Á þess­ari öld hef­ur skap­ast al­þjóð­leg við­ur­kenn­ing á al­gerri sér­stöðu ósnort­inn­ar ís­lenskr­ar nátt­úru á hinum eld­virka hluta Ís­lands. Hún er slík, að jafn­vel fræg­asti þjóð­garð­ur heims, Yellow­st­one, kemst ekki á blað í riti um helstu und­ur ver­ald­ar, þar sem Ís­land trón­ir á toppn­um. Samt er það yf­ir­lýst stefna Banda­ríkja­manna að Yellow­st­one sé „heil­ög jörð“, heil­ög vé. Sú jörð verði aldrei snert þótt þar sé að finna lang­stærsta orku­búnt vatns­afls og jarð­varma í Banda­ríkj­un­um. En fyr­ir um 40 ár­um orti Flosi Ólafs­son þessa for­spá í hálf­kær­ingi um hin heil­ögu ís­lensku vé: „ Selj­um fossa og fjöll. / Föl er nátt­úr­an öll. / Og land­ið mitt taki tröll.“Líkt og hann sæi fyr­ir, að við mynd­um að­stoða Kan­ana við að varð­veita hin helgu vé Am­er­íku með því að fórna vé­um Ís­lands.

Loka­orð þess­ar­ar grein­ar eru úr ljóð­inu „Kór­óna lands­ins“.

„Í Gjástykki að­skilj­ast álf­urn­ar tvær. / Við Heklu’er sem him­inn­inn bláni. / Í Kverk­fjöll­um glóð­volg á ís­hell­inn þvær. / Í Öskju er jarð­nesk­ur máni. / Ís­land er dýr­grip­ur alls mann­kyns­ins, / sem okk­ur er feng­inn að láni. / Við eig­um að vernda og elska það land / svo eng­inn það níði né smáni.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.