Best fyr­ir börn­in

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Sig­ríð­ur Ólafs­dótt­ir lektor á menntavís­inda­sviði Há­skóla Ís­lands

Vin­kona mín í Banda­ríkj­un­um bauð sýr­lensk­um hjón­um með tvö ung börn að búa í kjall­ara­í­búð­inni sinni. Fjöl­skyld­an hafði flú­ið stríð­ið í Sýr­landi og var bú­in að fá dval­ar­leyfi í Banda­ríkj­un­um. Það var mik­ill sig­ur fyr­ir fjöl­skyld­una að hafa kom­ið sér frá ang­ist­inni í heima­land­inu og þau voru til­bú­in að tak­ast á við líf í nýju landi.

En svo tók al­var­an við. Mað­ur­inn sem er mennt­að­ur tann­lækn­ir og hafði starf­að sem slík­ur í nokk­ur ár fær ekki mennt­un sína metna. Kon­an hafði ver­ið í lög­fræði­námi í Sýr­landi og átti að­eins einn áfanga eft­ir. Eng­ir mögu­leik­ar eru fyr­ir hana að ljúka nám­inu í Banda­ríkj­un­um.

Hjón­in hafa van­ist því að setja sér há markmið. Hvert eiga þau nú að beina vænt­ing­um sín­um þeg­ar staða þeirra virð­ist svo von­laus? Ósk­ir þeirra um far­sæld í nýju landi munu hugs­an­lega ræt­ast ef börn­in eiga mögu­leika á að stefna hátt og að láta drauma sína ræt­ast. Lyk­ill­inn að því að slík­ar von­ir ræt­ist er að börn­in fái góða mennt­un.

Fjöl­skyld­an reið­ir sig á að í skóla­starf­inu sé börn­un­um veitt­ur stuðn­ing­ur sem þau þarfn­ast, rétt­ur stuðn­ing­ur, mark­viss og ár­ang­urs­rík­ur. Kennslu­hætt­irn­ir þurfa að mið­ast við það sem reynst hef­ur vel, sam­kvæmt nið­ur­stöð­um rann­sókna, því þá er best tryggt að börn­in fái að blómstra í skóla­starf­inu.

PISA-próf­in eru lögð fyr­ir 15 ára nem­end­ur víða um heim. Þeim er

ætl­að að mæla hversu vel þátt­töku­þjóð­ir und­ir­búa nem­end­ur fyr­ir virka þátt­töku í sam­fé­lag­inu. Þar fást upp­lýs­ing­ar um hvaða þætt­ir hafa reynst börn­um af er­lend­um upp­runa best því sam­hliða próf­un­um er upp­lýs­inga afl­að frá skóla­yf­ir­völd­um og nem­end­um. Það kem­ur ekki á óvart að nem­end­ur af er­lend­um upp­runa mæl­ast ekki með minni vænt­ing­ar um að ljúka lang­skóla­námi en inn­fædd­ir jafn­aldr­ar þeirra. Það er þó af­skap­lega mis­jafnt hversu vel skól­um tekst að koma til móts við ósk­ir þessa nem­enda­hóps í hinum ýmsu lönd­um.

Árang­urs­rík­ast reyn­ist að bjóða nem­end­um af er­lend­um upp­runa eins fljótt og hægt er upp á gæða­kennslu í tungu­máli skóla­sam­fé­lags­ins og að halda stuðn­ingi áfram eins lengi og þörf er á. Það er ein­mitt færni í skóla­mál­inu sem ligg­ur til grund­vall­ar og er samof­in öllu skóla­starfi.

Ótal rann­sókn­ir hafa beinst að ár­ang­urs­rík­um kennslu­hátt­um sem fela í sér gæða­málörvun. Mik­ið er í húfi, þessi nem­enda­hóp­ur þarf að reiða sig á að slíkt sé í boði í skól­an­um því mis­jafnt er hversu vel for­eldr­ar eru í stakk bún­ir til að styðja börn­in sín í nám­inu.

Með­al­töl og hlut­fallstöl­ur sýna að nem­end­ur hér á landi, með ann­að móð­ur­mál en ís­lensku, ná al­mennt mjög litl­um fram­förum í ís­lensku í gegn­um leik- og grunn­skólastarf, sem bend­ir til að þeir fái al­mennt ekki nægi­lega góð­an stuðn­ing í ís­lensku.

Ég hef þó orð­ið vitni að gæða­starfi hjá ís­lensk­um kenn­ur­um, sem for­eldri, sam­kenn­ari og rann­sak­andi, kennslu­hátt­um sem ein­mitt fela í sér þætti sem rann­sókn­ir hafa sýnt að skila best­um ár­angri. Við þurf­um að gefa gæða­kennslu gaum og efla hana enn frek­ar. All­ir nem­end­ur njóta góðs af og sér­stak­lega þeir sem nota ann­að mál en ís­lensku með fjöl­skyldu sinni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.