Klökkn­aði á sig­ur­stundu

KA er hand­hafi allra sex titl­anna í blaki eft­ir að karla- og kvenna­lið­in unnu odda­leiki um Ís­lands­meist­ara­titil­inn í vik­unni. Kar­la­lið­ið varði titil­inn í ár en í fyrsta sinn tókst kvenna­liði KA að landa titl­in­um.

Fréttablaðið - - SPORT - Hjor­[email protected]­bla­did.is

KA náði í vik­unni þeim sögu­lega áfanga að verða sex­fald­ur meist­ari í blaki, það er verða deild­ar, bik­ar- og Ís­lands­meist­ari bæði í karla- og kvenna­flokki. Bæði lið­in léku til úr­slita gegn HK en kvenna­lið­ið reið á vað­ið og varð Ís­lands­meist­ari á mánu­dags­kvöld­ið og kar­la­lið­ið full­komn­aði dæm­ið eft­ir spennu­þrung­inn leik á þriðju­dags­kvöld­ið. Bæði ein­víg­in réð­ust í hrein­um úr­slita­leik sem báð­ir fóru fram í KA-heim­il­inu.

Kar­la­lið­ið var að verja titil sinn á með­an kvenna­lið­ið var að vinna sinn fyrsta Ís­lands­meist­ara­titil í sög­unni en KA hafði einu sinni orð­ið deild­ar­meist­ari í kvenna­flokki. KA tryggði sér hins veg­ar Ís­lands­meist­ara­titil­inn í sjötta skipti í sögu fé­lags­ins karla­meg­in. Aldrei áð­ur hef­ur fé­lag ver­ið hand­hafi allra sex titl­anna í blaki á Íslandi á sama tíma og af­rek­ið því ein­stakt hjá norð­an­mönn­um.

Fréttablaðið fékk Arn­ar M. Sig­urðs­son, formann blak­deild­ar KA, til þess að út­skýra ótrú­leg­an ár­ang­ur blak­deild­ar­inn­ar á ný­loknu keppn­is­tíma­bili og þá til­finn­ingu sem bærð­ist í brjósti hans þeg­ar als­lemm­an var í höfn.

„Við tók­um þá ákvörð­un í stjórn­inni síð­asta haust að við ætl­uð­um að gefa í, þá sér­stak­lega kvenna­meg­in. Við vor­um á leið í titil­vörn karla­meg­in og vild­um að sjálf­sögðu við­halda ár­angr­in­um og stefnt var á að vinna alla titla sem í boði voru þar þrátt fyr­ir að við gerð­um okk­ur grein fyr­ir því að það yrði erfitt. Það er erf­ið­ara að verja titil en að vinna hann eins og margoft hef­ur sýnt sig en okk­ur tókst það sem bet­ur fer,“seg­ir Arn­ar um þessa ríku­legu upp­skeru.

„ Það var hins veg­ar ákveð­ið sömu­leið­is að bæta um­gjörð­ina veru­lega hjá kvenna­lið­inu og spýta í lóf­ana á þeim vett­vangi. Við bjugg­umst hins veg­ar ekki við því að vinna alla titl­ana kvenna­meg­in þrátt fyr­ir að við vær­um með­vit­uð um að við vær­um bú­in að smíða sterkt lið þar. Þar sner­ist það um að brjóta blað í sög­unni og skapa hefð sem er ekki síð­ur áskor­un. Við réð­um spænsk­an þjálf­ara, Migu­el Ma­teo Castrillo, sem var óreynd­ur á þjálf­ara­svið­inu. Við höfð­um hins veg­ar fulla trú á hon­um og hann end­ur­galt traust­ið svo sann­ar­lega,“seg­ir hann um upp­gang­inn hjá kvenna­lið­inu.

„Lið­ið er sam­an­sett af ís­lensk­um stelp­um sem sækja í það að koma hing­að út af há­skól­an­um hérna og þeim líð­ur vel hérna. Við er­um með sterk­an kjarna af góð­um ís­lensk­um leik­mönn­um sem hafa sest hér að og svo er eig­in­kona þjálf­ar­ans öfl­ug­ur spil­ari auk þess sem við er­um með leik­mann frá Venesúela,“seg­ir Arn­ar um sam­setn­ingu kvenna­liðs­ins.

„Karla­meg­in hef­ur Fil­ip Szewczyk ver­ið að vinna gríð­ar­lega gott starf og hann hef­ur sett sam­an öfl­ugt lið með heima­mönn­um í bland við er­lenda leik­menn. Þar er­um við til að mynda með sterka Banda­ríkja­menn sem líta á Ís­land sem stökkpall út í deild­irn­ar í Evr­ópu. Svo er Ís­land bara vin­sælt land fyr­ir er­lent fólk til þess að búa í og við er­um að njóta góðs af því bæði hjá karla- og kvenna­lið­inu. Árang­ur­inn hef­ur svo vak­ið eft­ir­tekt er­lend­is og leik­menn lið­anna eru að kanna þann mögu­leika að reyna fyr­ir sér í Evr­ópu á næstu leiktíð,“seg­ir formað­ur­inn stolt­ur.

„Það var mögn­uð stund að vera í KA-heim­il­inu bæði á mánu­dag og þriðju­dag og ég fékk bara gæsa­húð að sjá troð­fulla höll af glöðu KA-fólki hampa titl­un­um. Það er nú ekki oft sem ég klökkna en ég við­ur­kenni að það gerð­ist á þess­um augna­blik­um. Við er­um fá­menn­ur en dug­leg­ur kjarni sem stend­ur að blak­deild­inni en þeg­ar leik­ir eru mæt­ir KA-fjöl­skyld­an á svæð­ið. Mér finnst fé­lag­ið og fé­lags­menn hafa stað­ið sig mjög vel í því að fylkja sér að baki lið­un­um sama í hvaða deild það er. Við höf­um feng­ið góð­an stuðn­ing úr stúk­unni, það hef­ur gef­ið okk­ur auka kraft og við met­um það mik­ils,“seg­ir Arn­ar hrærð­ur.

Það var mögn­uð stund að vera í KA-heim­il­inu bæði á mánu­dag og þriðju­dag og ég fékk bara gæsa­húð að sjá troð­fulla höll af glöðu KA-fólki að hampa titl­un­um.

Arn­ar M. Sig­urðs­son, formað­ur blak­deild­ar KA

MYND/KA

Sig­urlið­in tvö, kvenna­lið KA og karla­lið KA, eft­ir að kar­la­lið­ið hafði tryggt sér þriðja og síð­asta titil tíma­bils­ins á heima­velli fyrr í vik­unni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.