Grill­gott með kó­kos­boll­um og kara­mell­um

Fréttablaðið - - SUMARGRILL - Heim­ild: eld­hus­sog­ur.com

Hægt er að leika sér með ótal út­færsl­ur þeg­ar kem­ur að grill­uð­um eft­ir­rétt­um. Þar bland­ast gjarn­an sam­an grill­að­ir ávext­ir, ein­hvers kon­ar súkkulaði og góð­ur ís. Hér er upp­skrift að góm­sæt­um eft­ir­rétti sem inni­held­ur m.a. kó­kos­boll­ur, ávexti og Dumle-kara­mell­ur.

Upp­skrift fyr­ir 4

1 stór ban­ani, skor­inn í sneið­ar 2 stór­ar per­ur, af­hýdd­ar og skorn­ar í bita

100 g vín­ber

2-3 kíví, skor­in í bita

1 poki Dumle-kara­mell­ur (120 g) 4 kó­kos­boll­ur

Ávöxt­un­um er bland­að sam­an og þeir sett­ir í ál­bakka. Kara­mell­urn­ar eru klippt­ar eða skorn­ar nið­ur í þrjá bita hver og þeim dreift yf­ir ávext­ina. Kó­kos­boll­urn­ar eru skorn­ar í tvennt langs­um og þeim rað­að yf­ir ávext­ina þannig að hvíta krem­ið vísi upp. Grill­að við lág­an til með­al­hita í um það bil 8-10 mín­út­ur eða þar til kara­mell­urn­ar eru bráðn­að­ar og hvíta krem­ið í kó­kos­boll­un­um orð­ið stökkt. Bor­ið fram strax með ís.

Það er stór­snið­ugt að grilla kó­kos­kúl­ur en betra að nota kó­kos­boll­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.