Þetta er beitt­ur gam­an­leik­ur

Bæng nefn­ist nýtt leik­rit, fullt af svört­um húm­or, sem frum­sýnt verð­ur í Borg­ar­leik­hús­inu ann­að kvöld, 26. apríl. Tit­ill­inn vís­ar til að­al­per­són­unn­ar, hins óvið­jafn­an­lega Bængs. Hafliði Arn­gríms­son þýddi verk­ið.

Fréttablaðið - - MENNING - [email protected]­bla­did.is Gunn­þóra Gunn­ars­dótt­ir MYND/GRÍMUR BJARNASON

Rolf Bæng er undra­barn, bjarg­vætt­ur mann­kyns að eig­in áliti, sam­kvæmt vef Borg­ar­leik­húss­ins. Um það fjall­ar leik­rit­ið Bæng sem þar verð­ur frum­sýnt ann­að kvöld á Nýja svið­inu. Það er eft­ir hinn þýska Marius von Mayen­burg, sem er eitt þekkt­asta núlif­andi leik­skáld Þýska­lands, að sögn Hafliða Arn­gríms­son­ar sem þýddi verk­ið á ís­lensku. Hann seg­ir form þess dá­lít­ið óvenju­legt, það geri út­kom­una bara skemmti­lega. „Þetta er beitt­ur gam­an­leik­ur, dá­lít­ið póli­tísk­ur. Ekki bein­lín­is barna­leik­rit en er fyr­ir allt hugs­andi fólk sem lang­ar að bæta heim­inn.“

Sam­visku­spurn­ingu um hvort að­al­per­són­an Bæng bæti heim­inn svar­ar Hafliði: „Hann held­ur því stíft fram sjálf­ur að hann sé send­ur til að breyta öllu til batn­að­ar, fólk sé orð­ið þreytt á enda­laus­um friði og kyrrð og hann komi með gust­inn inn í sam­fé­lag­ið. Þetta leik­rit er um þroska­sögu og upp­gang Bængs sem birt­ist eins og byssu­hvell­ur. Við fylgj­um hon­um frá fæð­ingu og hann er barn í byrj­un en fæð­ist full­tennt­ur, í fullri stærð og get­ur geng­ið mjög fljót­lega.“

Inn­ræti Bængs er ekki jafn full­kom­ið og ætla mætti. „Hann er gróf­ur í sér og hann er egó­isti, eins

og við er­um mörg. Hann var tví­buri en tókst ein­hvern veg­inn að kyrkja tví­bura­syst­ur sína í móð­urkviði og kom í heim­inn til að gera skurk í hon­um. All­ir vilja fá fersk­leika í líf­ið en hann móðg­ast gjarn­an ef eitt­hvað er sagt við hann í ætt við gagn­rýni. Hann tel­ur sig mega snerta á kon­um á hátt sem er ekki alltaf til­hlýði­leg­ur, af því hann sé bara sak­laust, for­vit­ið, lít­ið barn,“lýs­ir Hafliði. Bæng er ekki einn á svið­inu. For­eldr­ar hans eru þar líka og líkt og

öll­um for­eldr­um þyk­ir þeim son­ur­inn galla­laust fyr­ir­mynd­ar­barn sem sé mikl­um hæfi­leik­um gætt, að sögn Hafliða. „Bæng er lát­inn læra á fiðlu og for­eldr­un­um finnst hann vera eins og undra­barn­ið Moz­art. Fiðlu­kenn­ar­inn hans kem­ur líka við sögu. Þá sjá­um við hlið á drengn­um sem lík­ist ekki meist­ar­an­um Moz­art.“

Bæng er tveggja ára gam­alt verk, það var frum­sýnt í Schaubühneleik­hús­inu í Berlín þar sem höf­und­ur­inn, Marius von Mayen­burg, leik­stýrði því. En hvar komst Hafliði í tæri við það? „Bæng hef­ur ver­ið leik­ið á Norð­ur­lönd­un­um og Gréta Krist­ín Ómars­dótt­ir sem leik­stýr­ir því hér sá það í Kaup­manna­höfn og hreifst af því. Þetta er henn­ar óska­leik­rit og af því ég kann þýsku var mér fal­ið að þýða það og ég gerði það með mik­illi ánægju.“

Bryn­hild­ur Guð­jóns­dótt­ir, Hjört­ur Jó­hann Jóns­son og Björn Thors í hlut­verk­um sín­um.

Hafliða var fal­ið að þýða Bæng og kveðst hafa gert það með mik­illi ánægju.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.