Vek­ur alltaf at­hygli

Fréttablaðið - - GLEÐILEGT SUMAR! -

Katrín, her­togaynja af Cambridge, vek­ur ávallt at­hygli hvar sem hún kem­ur. Allt sem hún klæð­ist vek­ur sömu­leið­is at­hygli. Þeg­ar hún mætti í páska­messu á 93 ára af­mæli drottn­ing­ar­inn­ar í kap­ellu heil­ags Georgs í Windsor-kast­ala var eft­ir því tek­ið að Katrín var með sömu dem­ants­eyrna­lokka og hún bar á brúð­kaups­dag­inn sinn 29. apríl 2011. Það stytt­ist í átta ára brúð­kaup­saf­mæl­ið sem kall­ast brons. Bret­ar eru ánægð­ir með að hún skuli nota hlut­ina sína oft­ar en einu sinni.

Katrín var í ljós­blá­um kjól og kápu úr smiðju Al­ex­and­er McQu­een en hatt­ur­inn er frá Ja­ne Tayl­or. Venju­lega kem­ur öll kon­ungs­fjöl­skyld­an í páska­messu en að þessu sinni var Meg­h­an fjar­ver­andi enda á hún von á barni á hverri stundu. Karl og Camilla voru sömu­leið­is fjar­ver­andi sem og Fil­ipp­us prins sem er orð­inn 97 ára.

Katrín, her­togaynja af Cambridge, er alltaf glæsi­leg og virðu­lega klædd.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.